Flo til Lyon?
Nú bendir allt til þess að framherjinn, Florent Sinama-Pongolle, sé á leiðinni til frönsku meistaranna í Lyon. Gérard Houllier er þar við stjórnvölinn, en hann fékk einmitt Flo til Liverpool á sínum tíma. Með tilkomu Dirk Kuyt, var alveg ljóst að tækifærin fyrir Flo hjá Liverpool yrðu ekki mörg og hefur hann áður líst því yfir að hann þurfi að spila leiki til að bæta sig sem leikmaður.
Reiknað er með að um endanlega sölu verði að ræða, frekar en lánssamning. Flo hefur ávallt hegðað sér vel, þrátt fyrir fá tækifæri, og munu stuðningsmenn liðsins ávallt muna eftir marki hans gegn Olympiakos á sínum tíma. Það ætti að koma í ljós mjög fljótlega hvort þetta gengur eftir hjá kappanum, en það er ljóst að hann gæti alveg framkvæmt verri skipti en að fara í hið frábæra lið Lyon.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!