Man ekkert eftir markinu!
Mörg falleg mörk hafa verið skoruð fyrir framan The Kop á þeirri öld sem þessi frægu áhorfendastæði hafa alið aldur sinn. Eitt bættist í hóp þeirra allra fallegustu í afmælisveislunni í gær. Daninn Danield Agger skoraði þá fyrsta mark sitt fyrir Liverpool og þvílíkt mark! Líklegt þykir mér að keppnin um fallegasta mark Livepool á leiktíðinni sé hér með lokið!
Ég man ekki eftir svona marki frá varnarmanni Liverpool. Það er helst að markið komist í flokk með bylmingsskotum varnarmannsins Emlyn Hughes fyrr á árum. Markinu var lýst svo í leikskýrslu á Liverpool.is.
,,Daninn Daniel Agger fékk þá boltanum rétt inni á vallarhelmingi West Ham. Hann tók á rás með boltann og þegar hann var hátt í 30 metra frá marki hamraði hann boltann að markinu með vinstri fæti. Boltinn þeyttist að markinu og tæpu augnabliki síðar hafnaði hann í netinu úti við stöng rétt fyrir neðan vinkilinn. Allt sprakk af fögnuði! Þvílíkt mark! Þetta er einfaldlega eitt fallegasta mark sem hefur verið skorað í sögu Anfield Road! Flóknara er það nú ekki!"
Daninn var spurður út í þetta stórglæsilega mark eftir leikinn. En hann sagðist ekkert muna eftir markinu! ,,Ég man ekkert eftir því. Mark er bara mark. Það mikilvægasta var að landa sigri. Það skiptir engu máli hver skorar mörkin."
Rafael Benítez hrósaði Dananum í hástert eftir leikinn. ,,Ég get lofað ykkur því að ég var ekki undrandi að sjá Daniel Agger skora þetta stórkostlega mark. Hann er mikill skotmaður og hann hefur náð svona skotum á æfingum. Ég var að spjalla við hann núna í vikunni og sagði honum að reyna að skjóta að marki ef færi gæfist því hann getur vel skorað mörk."
Stuðningsmenn Liverpool á Íslandi ættu að fá tækifæri til að berja Daniel Agger augum á Laugardalsvelli eftir rúma viku. Hann er að minnsta kosti í landsliðshópi Dana fyrir leikinn gegn Íslendingum og ekki er ólíklegt að hann komi við sögu.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!