Salif Diao fer ekki til Recreativo
Salif Diao situr sem fastast hjá Liverpool því að hann samþykkti ekki tilboð Recreativo. Diao fékk veglegan samning hjá Liverpool árið 2002 og vill frekar hirða þann pening en að spila fótbolta reglulega.
Það benti allt til þess að Diao myndi fara til Charlton um daginn en hann stóðst ekki læknisskoðun. Að þessu sinni vildi hann ekki taka á sig launalækkun til að fara til Spánar. Flestum Púllurum þykir súrt í broti að horfa upp á Diao sitja hjá og hirða peninginn fyrir ekki neitt.
Furðu sætir að Houllier ákvað að kaupa hann fyrir dágóða upphæð sumarið 2002 og gefa honum svo mikla peninga að ómögulegt væri að losna við hann ef myndi bregðast. Diao var áhættusöm kaup og nú fær Liverpool að borga brúsann. Það bendir allt til þess að við verðum að sætta okkur við að hafa Diao innan okkar raða nema eitthvað óvænt gerist fram að miðnætti.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!