Jan Kromkamp yfirgefur Liverpool
Hollendingurinn Jan Kromkamp hefur yfirgefið bikarmeistara Liverpool. Hann er nú kominn heim til Hollands á nýjan leik eftir ferðalag í gegnum Spán og England. Liverpool keypti Jan frá Villarreal í byrjun árs. Kaupsamningurinn fól líka í sér að Josemi yfirgaf Liverpool og gekk til liðs við Villareal. Talið er að PSV hafi borgað Liverpool um tvær milljónir sterlingspunda fyrir Jan.
Jan lék 18 leiki með Liverpool. Þótt dvöl hans hjá Liverpool væri ekki löng þá var hún þó ekki til einskis því hann vann einn titil á þeim átta mánuðum sem hann dvaldi í Liverpool. Jan kom inn sem varamaður í bikarúrslitaleiknum gegn West Ham United í Cardiff í vor og varð þar með bikarmeistari.
Jan var í HM hópi Hollendinga í sumar en tók ekki þátt í neinum leik í Þýskalandi. Jan lék einn leik með Liverpool á þessari leiktíð. Hann var í byrjunarliði Liverpool í deildarleiknum við Sheffield United. Hann var í leikmannahópi Liverpool í öllum þeim leikjum sem af eru leiktíðarinnar utan Skjaldarleiksins gegn Chelsea.
Það má segja að hugsanleg brottför Jan Kromkamp hafi verið í fréttum í allt sumar. Talið var að hann yrði notaður í skiptum þegar Dirk Kuyt kom til Liverpool en svo varð ekki. En nú á eftir að koma í ljós hvort brottför Jan Kromkamp verður til þess að Liverpool muni fá nýjan leikmann eða leikmann í sínar raðir áður en dagur þessi er allur.
Við óskum Jan góðs gengið hjá nýju félagi.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!