Gat það verið
Það er ekki einleikið með Chris Kirkland og meiðsli. Hann varð að draga sig út úr enska landsliðinu í vikunni vegna stirðleika í baki. Chris lék sinn fyrsta landsleik í síðasta mánuði gegn Grikkjum og var á bekknum gegn Andorra um helgina. Hann varð hins vegar að yfirgefa landsliðið þegar það hélt til Makadóníu. Chris fékk þá í bakið og hélt til Wigan þar sem hann fór í sjúkraþjálfun. Hermt er að hann verði orðinn góður fyrir leik Wigan á Fratton Park í Portsmouth um helgina.
Að öðru. Chris, er eins og allir vita, í láni hjá Wigan til áramóta. Á dögunum birtist viðtal við hann þar sem hann vitnaði í samtal sem hann átti við Rafael Benítez. Samkvæmt því sem þeim á að hafa farið á milli mun dvöld hans hjá Liverpool á enda. Ekkert hefur þó enn verið opinberað um þetta.
-
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst!