| Grétar Magnússon

Rafael Benitez hrósaði Dirk Kuyt og Craig Bellamy fyrir frammistöðu þeirra gegn PSV Eindhoven í gær. Leikskilningur þeirra á milli var til fyrirmyndar miðað við það að þeir hafa ekki æft saman lengi.
Benitez sagði að samleikur þeirra í framlínu Liverpool veiti á gott fyrir framtíðina og því lengur sem þeir spila saman því betur læra þeir inná hvorn annan.
,,Þeir eru báðir fljótir og greindir leikmenn og ég var mjög ánægður með hversu fljótt þeir náðu að skilja hvorn annan. Við höfum verið að æfa þessa hluti. Mér fannst eins og þeir gætu strax náð að skilja hvorn annan og það er einmitt það sem gerðist."
,,Þeir voru hreyfanlegir, vissu allan tímann hvar hinn var staðsettur og voru snöggir að spila hvorn annan uppi. Ég var hæstánægður með þá."
Eins og venjulega er alls ekki víst að þeir tveir spili saman gegn Chelsea á sunnudaginn enda er Benitez ekki hræddur við að breyta liðsuppstillingu sinni á milli leikja eins og menn vita.
Steven Gerrard þurfti að sætta sig við að vera á bekknum meirihlutann af leiknum gærkvöldi og Benitez hafði þetta að segja varðandi það mál: ,,Steven var á bekknum ásamt nokkrum reyndum leikmönnum, Xabi Alonso, Peter Crouch og Sami Hyypia svo einhverjir séu nefndir en fólk tók bara eftir því að Gerrard var ekki í byrjunaliðinu."
,,Við verðum að sætta okkur við að enginn getur spilað af 100% krafti í öllum leikjum. Leikurinn gegn Everton var mjög erfiður og þeir leikmenn sem spiluðu í 90 mínútur á laugardaginn voru á bekknum í dag."
,,Ef maður er ekki 100% klár þá verður maður hvíldur. Allir leikmenn munu lenda í þessu."
TIL BAKA
Kuyt og Bellamy fljótir að læra


Benitez sagði að samleikur þeirra í framlínu Liverpool veiti á gott fyrir framtíðina og því lengur sem þeir spila saman því betur læra þeir inná hvorn annan.
,,Þeir eru báðir fljótir og greindir leikmenn og ég var mjög ánægður með hversu fljótt þeir náðu að skilja hvorn annan. Við höfum verið að æfa þessa hluti. Mér fannst eins og þeir gætu strax náð að skilja hvorn annan og það er einmitt það sem gerðist."
,,Þeir voru hreyfanlegir, vissu allan tímann hvar hinn var staðsettur og voru snöggir að spila hvorn annan uppi. Ég var hæstánægður með þá."
Eins og venjulega er alls ekki víst að þeir tveir spili saman gegn Chelsea á sunnudaginn enda er Benitez ekki hræddur við að breyta liðsuppstillingu sinni á milli leikja eins og menn vita.
Steven Gerrard þurfti að sætta sig við að vera á bekknum meirihlutann af leiknum gærkvöldi og Benitez hafði þetta að segja varðandi það mál: ,,Steven var á bekknum ásamt nokkrum reyndum leikmönnum, Xabi Alonso, Peter Crouch og Sami Hyypia svo einhverjir séu nefndir en fólk tók bara eftir því að Gerrard var ekki í byrjunaliðinu."
,,Við verðum að sætta okkur við að enginn getur spilað af 100% krafti í öllum leikjum. Leikurinn gegn Everton var mjög erfiður og þeir leikmenn sem spiluðu í 90 mínútur á laugardaginn voru á bekknum í dag."
,,Ef maður er ekki 100% klár þá verður maður hvíldur. Allir leikmenn munu lenda í þessu."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan