Jan Kromkamp hælir Liverpool
Jan Kromkamp er bæði búinn að leika með Liverpool og PSV Eindhoven á þessari leiktíð. Hann spilaði einn leik með Liverpool áður en hann var seldur heim til Hollands í lok síðasta mánaðar. Jan var í byrjunarliði PSV gegn Liverpool í Meistaradeildinni í þriðjudagskvöldið og spilaði stöðu hægri bakvarðar. Honum leyst vel á gamla liðið sitt og hældi því eftir leikinn.
"Við náðum bara ekki að brjóta þá á bak aftur. Liverpool lagði upp snjalla leikaðferð. Liðið virtist sátt við að láta okkur vera meira með boltann en leikmenn liðsins voru samt alltaf að pressa á okkur og gera okkur erfitt fyrir. Þetta var eins og Liverpool lék í Evrópukeppni í gamla daga. Liðið varðist virkilega vel.
Eftir að Kone skaut í þverslá varð okkur fljótlega ljóst að við höfðum ekki nægan kraft eða nógu góðar hugmyndir til að opna vörn Liverpool. Við fengum bara tvö þokkaleg færi allan leikinn. Staðreyndin er sú að þeir fengu fleiri færi eftir því sem leið á leikinn. Það var að hluta til mér að kenna því ég var svo æstur í að standa mig vel gegn gamla liðinu mínu og var alltaf að taka rispur fram völlinn við hvert tækifæri. Ég gerði meira af þessu en venjulega og þess vegna sköpuðust meiri eyður á mínu svæði sem Liverpool náði næstum því að færa sér í nyt. Þetta var herbragð sem miðaði að því að opna vörn Liverpool en það gekk ekki upp og hefði getað kostað okkur tap. Þegar á heildina er litið erum við þó ekki svo mjög óánægðir því aðalmarkmiðið var að koma í veg fyrir tap. Jafnteflið heldur öllum opnu í riðlinum."
Það verður gaman að sjá hvernig Jan gengur að halda aftur af fyrrum félögum sínum í Liverpool í seinni leiknum á Anfield Road. Miðað við stöðu mála er ljóst að Liverpool þarf að vinna þann leik. Lykillinn að því að komast upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar er jú að vinna heimaleikina. Jan og félagar í PSV Eindhoven koma í heimsókn til Liverpool 22. nóvember.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni