Erfitt að selja Diao
Salif Diao er enn hjá Liverpool þó að margir séu búnir að gleyma því. Rafael Benítez hefur áhyggjur af því að geta ekki selt hann í janúar þar sem hann er ekki að spila þessa dagana. Það má líka heyra á Benítez að hann skilji ekki hvers vegna Diao fór ekki á lán með Florent Sinama-Pongolle til Recreativo de Huelva á Spáni eins og honum bauðst að gera.
"Ég var í viðræðum við Recreativo og allt var nánast frágengið, en svo breyttist það á síðustu stundu. Stundum fer þetta eftir fólkinu í kringum leikmanninn, og hvort hann er með góða eða slæma ráðgjafa með sér. Ég held að í tilviki eins og þessu sé mikilvægast að spila. Ef leikmaður spilar ekki getur hann ekki sýnt hvað hann getur. Hann er í góðu formi og æfir vel. Hann er góður atvinnumaður en ef hann spilar ekki sjá önnur lið þetta ekki.
Við verðum að sjá til hvort við getum notað Salif og hugsanlega gæti hann spilað eitthvað með varaliðinu. En við erum með unga leikmenn í varaliðinu og ef valið stendur á milli þess að nota ungan leikmann og eldri leikmann myndi ég segja við Gary [Ablett, þjálfara varaliðsins] að nota ungan leikmann."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!