Enginn úrslitaleikur
Liverpool leikur mikilvægan leik við Chelsea á Stamford Brigde á morgun. Ýmsir stuðningsmenn Liverpool eru orðnir svartsýnir og telja að Englandsmeistaratitillinn sé úr sögunni tapi liðið fyrir Englandsmeisturunum. Rafa telur svo ekki vera.
"Ég er undrandi á því að svo margir eru að segja að við séum búnir að missa af titlinum ef við töpum. Ég veit að sumir munu segja að við eigum enga möguleika á titlinum ef við töpum. Ef við vinnum þá munu þeir sömu segja að við séum með í baráttunni. Það er enn og snemmt að segja til um þessa hluti. Á síðustu leiktíð unnum við aðeins einn af fyrstu sex deildarleikjum en samt lukum við leiktíðinni með 82 stigum og lentum í þriðja sæti.
Ég lofa ykkur því að ég er ekki að skoða stigatöfluna núna þegar aðeins þrír leikir eru búnir. Það er tímabært að skoða töfluna eftir tvo mánuði héðan í frá. Þá geta menn séð hvernig liðinu fer fram."
"
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu