Liverpool-Newcastle, tölfræði
Skoðum fyrst innbyrðis leiki liðanna í deildinni.
Á Anfield hefur Liverpool unnið 46 sinnum, Newcastle 11 sinnum og 14 sinnum hefur orðið jafntefli. Í heild hefur Liverpool unnið 66 sinnum, Newcastle 39 sinnum og 37 sinnum hefur orðið jafntefli.
Á síðasta tímabili sigraði Liverpool á Anfield 2-0 á annan í jólum. Steven Gerrard og Peter Crouch skoruðu mörk Liverpool í fyrri hálfleik. Michael Owen spilaði þá sinn fyrsta leik á Anfield síðan hann yfirgaf félagið í ágúst 2004.
Liverpool vann einnig hinn leikinn gegn Newcastle á tímabilinu, 3-1 á St. James Park. Aftur skoruðu Crouch og Gerrard en Shola Ameobi minnkaði muninn. Djibril Cissé innsiglaði síðan sigurinn úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik eftir að Jean-Alain Boumsogn hafði verið rekinn útaf.
Í leik þessara liða á Anfield á síðasta tímabili jafnaði Liverpool félagsmet með því að halda hreinu í áttunda leiknum í röð. Það met hafði verið sett árið 1923. Þetta var einnig 250. sigur Liverpool í úrvalsdeildinni.
Þetta var fyrsti leikur Liverpool eftir ferðina til Japan í heimsmeistarakeppni félagsliða.
Fyrsta mark Harry Kewell í ensku deildinni kom gegn Newcastle í október 1997.
Af 26 leikjum liðanna í úrvalsdeildinni hefur Liverpool unnið 14 og tapað 6.
Liðin hafa aðeins einu sinni gert markalaust jafntefli á Anfield síðustu 74 árin. Það gerðist í febrúar 1970.
Síðast var leikur markalaust milli þessara liða á tímabilinu 1973-74 á St. James' Park. Síðan þá hhefur komið að minnsta kosti eitt mark í öllum 44 leikjum liðanna.
Liverpool hefur skorað 29 mörk í síðustu ellefu deildarleikjum gegn Newcastle á Anfield.
Ef Liverpool skorar í leiknum verður það 50. mark Liverpool gegn Newcastle í úrvalsdeildinni.
Stærsti heimasigur Liverpool gegn Newvastle í deildinni kom í ágúst 1967 - þá vann Liverpool 6-0. Stærsti ósigurinn fyrir Newcastle á Anfield er hins vegar 5-1 í desember 1907.
Síðasti leikmaður Liverpool til að skora þrennu í leik þessara liða var Michael Owen í 3-0 sigri á Anfield í maí 2001. Michael hafði áður gert það sama gegn Newcastle á St. James Park.
Craig Bellamy skoraði 42 mörk í 128 leikjum fyrir Newvastle árin 2001-2005. Ekkert þessara marka var skorað gegn Liverpool.
Í leik þessara liða í desember 2004 meiddist Bellamy í upphitun eftir að hafa verið valinn í byrjunarliðið. Sá sem kom í staðinn fyrir hann, Patrik Kluivert, skoraði fyrsta mark leiksins en Liverpool vann á endanum leikinn 3-1.
Liverpool er ósigrað í síðustu 17 deildarleikjum á Anfield. Liðið hefur unnið 15 leiki og gert tvö jafntefli.
Liverpool hefur ekki skorað í síðustu þremur leikjum en það hefur ekki gerst síðan í janúar 2005. Þá liðu 380 mínútur milli marka Steven Gerrard í sitt hvorum undanúrslitaleiknum í deildarbikarnum gegn Watford.
Ef Liverpool tekst ekki að skora verður það í fyrsta sinn síðan í maí 2000 sem liðið skorar ekki í fjórum leikjum í röð.
Liverpool tapaði síðast þremur deildarleikjum í röð í október 2003, undir stjórn Gerard Houllier. Þá tapaði liðið fyrir Charlton, Arsenal og Portsmouth.
Liverpool er aðeins annað af tveimur liðum sem ekki hefur haldið hreinu í ensku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili. West Ham er hitt liðið.
Luis Garcia mun spila sinn 100. leik fyrir Liverpool í öllum keppnum ef hann kemur við sögu í leiknum.
Vinni Liverpool þennan leik fara þeir í níunda sætið í deildinni.
Úrslit allra innbyrðisviðureigna liðanna er hægt að finna hér á LFChistory.
Ef Newcastle vinnur leikinn gætu þeir náð sjötta sætinu.Tímabilið hjá Newcastle byrjaði 15. júlí þegar liðið lék gegn Lilleström í InterToto keppninni.
Obafemi Martins skoraði tvö mörk í níu leikjum í meistaradeildinni fyrir Inter Milan á síðasta tímabili. Hann skoraði gegn Shakhtar Donetsk í forkeppninni og Villarreal í 8-liða úrslitunum.
81 mark hefur verið skorað í 26 leikjum þessara liða í ensku úrvalsdeildinni. Það er 3,1 mark í leik.
Newcastle vann síðast enska meistaratitilinn árið 1927. Besti árangur liðsins í úrvalsdeildinni er annað sætið tímabilið 1995-96 og 1996-97.
Síðasti leikmaður Newcastle til að skora þrennu gegn Liverpool var Andy Cole í nóvember 1993. .
Newcastle vann síðasta á Anfield 16. apríl 1994, 2-0. Síðan þá hefur liðið tapað 10 leikjum og gert tvö jafntefli.
Newcastle hefur aðeins unnið tvisvar í síðustu 35 deildarleikjum á Anfield.
Shay Given er sá leikmaður Newcastle sem á flesta landsleiki að baki. Hann lék sinn 77. landsleik í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði fyrir Írland og 68 þeirra hefur hann spilað síðan hann kom til Newcastle.
Newcastle hafnaði í sjöunda sæti á síðasta tímabili, einkum vegna góðs endaspretts þar sem liðið vann sex sigra og gerði eitt jafntefli í síðustu sjö leikjum sínum.
Í sigri Newcastle gegn West Ham á sunnudaginn skoraði liðið sín fyrstu mörk á útivelli í deildinni síðan í apríl.
Norberto Solano er nú markahæstur leikmanna Newcastle í úrvalsdeildinni þegar Alan Shearer er hættur. Hann hefur skorað 35 mörk.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni