Aftur ævintýralegt mark hjá Xabi Alonso!
Xabi Alonso sýndi, þegar hann skoraði gegn Newcastle United, að markið sem hann skoraði gegn Luton Town í F.A. bikarnum í byrjun ársins var ekki nein tilviljun. Hann gerði sér nefnilega lítið fyrir í gærkvöldi og skoraði aftur af 60 metra færi!
Svona var sagt frá markinu í leikskýrslunni á Liverpool.is. "Markið, sem innsiglaði sigurinn, lét bíða eftir sér en það var vel þess virði að bíða eftir því. Á 79. mínútu vann Xabi Alonso boltann inni á miðjum eigin vallarhelmingi. Hann lék fram að miðjuboganum en sá engan til að gefa á. Hann sá hins vegar að Steve Harper var kominn töluvert út úr marki sínu. Xabi beið því ekki boðanna heldur skaut boltanum að marki Newcaslte af um sextíu metra færi. Boltinn sveif yfir Steve, sem rann til, og hafnaði í markinu fyrir framan The Kop. Stórfenglegt mark sem lengi verður í minnum haft! Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu ógurlega og félagar Xabi þyrptust að honum. Xabi sýndi þarna að langskot hans gegn Luton í F.A. bikarnum í byrjun ársins var ekki nein tilviljun! Þeir stuðningsmenn Liverpool sem sáu þetta mark urðu þarna vitni að einu magnaðasta marki í sögu Liverpool! Flóknara er það nú ekki!"
Mikið hefur verið rætt um þetta mark enda ekki á hverjum degi sem menn skora frá eigin vallarhelmingi. Hér segja frá markskorararinn, báðir framkvæmdastjórar liðanna og markvörðurinn sem mátti horfa á eftir boltanum í markið. Fyrstur er Xabi sem segir að markið hafi verið fallegra en það sem hann skoraði gegn Luton Town.
Xabi Alonso. "Jú, ég held að þetta mark hafi verið flottara. Boltinn skoppaði nokkrum sinnum þegar ég skoraði gegn Luton en núna sveif hann nokkurn veginn beint í markið. Ég skoraði gegn Luton með vinstri fæti og það var öðruvísi. En ég er býsna ánægður með markið. Fyrst var ég að horfa eftir einhverjum til að gefa boltann til en dómarinn var fyrir mér svo ég gat ekki sent á Stevie. Mér var þá litið upp og sá að markvörðurinn var kominn út úr markinu og ákvað að láta vaða á markið. Það kom sér vel að markvörðurinn rann til og kannski hefði hann varið skotið ef hann hefði ekki runnið til.
Ég hef gaman af því að æfa svona langskot með þjálfurunum. Þeir skamma mig stundum því það eru alltaf að týnast boltar eftir þessar æfingar en ég hef gaman af þessu og mun halda áfram að reyna svona skot."
Rafael Benítez: "Það var fyndið að rétt áður en Xabi ákvað að skjóta að marki var ég að búa mig í að kalla á hann og segja honum að senda á Steven sem var búinn að taka gott hlaup út á hægri kantinn. Xabi hefur mikinn leikskilning og þetta var frábært mark. Það kom mér ekki á óvart að hann skyldi skora því hann æfir oft svona skot.
Markið hans gegn Luton var virkilega fallegt en þetta var miklu. Hann vissi alveg hvað hann vað að gera. Ég er oft að tala við hann um þessi langskot á æfingum. Í morgun var ég að segja við hann að hann ætti að fara varlega í þessi skot því hann gæti meitt sig ef hann færi rangt að. En eftir að hann skoraði sagði ég honum að markið hefði verið mjög glæsilegt! "
Það var ekki bara dáðst að markinu hans Xabi Alonso í herbúðum Liverpool. Framkvæmdastjóra Newcastle United fannst markið líka frábært!
Glenn Roeder: "Þetta var snilldarlegt skot. Ég veit ekki hvort venjulegur knattspyrnuaðdáandi áttar sig á því hversu erfitt það er að spyrna bolta svona langa leið með þetta mikilli nákvæmni. Hins vegar þá hefði þetta bara verið löng sending í fangið á Steve Harper ef honum hefði ekki skrikað fótur. En það að full ástæða til að hæla honum fyrir markið því þetta var sannarlega snilldarlega gert."
Steve Harper markvörður Newcastle á von á því að markið verði sýnt aftur og aftur um ókomin ár og hann hlakkar ekki til þess!
Steve Harper: "Ég var að hlaupa aftur til að reyna að grípa boltann en ég missti fótanna þegar ég var að reyna að breyta um hlaupastefnu. Ég á eftir að sjá þetta mark svo lengi sem ég lifi. Þetta var alveg skelfilegt. Það var hrikalegt að þetta skyldi gerast en það gerðist."
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!