Craig Bellamy og Terry McDermott lenti saman
Craig Bellamy lét gömlu Liverpoolhetjuna Terry McDermott heyra það er Liverpool og Newcastle voru á leið til búningsklefa í gær. Ekki er talið að þetta atvik dragi dilk á eftir sér.
Bellamy hefur verið afskaplega prúður síðan hann kom til Liverpool en hann átti óuppgerðar sakir við McDermott að hann taldi og hafði lofað yfir nokkru að standa andspænis honum einn góðan veðurdag og segja honum til syndanna.
Það sem vakti reiði hans voru ummæli McDermott á sínum tíma að hann hefði heyrt að Bellamy væri ekki góð manneskja og ætlaði rétt að vona að myndi aldrei spila fyrir Newcastle á ný.
Bellamy lét sem sagt McDermott heyra það og lenti í útistöðum við Stephen Carr í leiðinni í gærkvöldi.
Rafa varð var við smá læti en gerir ekki mikið úr þessu: "Ég heyrði eitthvað. Það voru einhverjir sem öskruðu en ég skildi ekki hvað þeim fór á milli og sá ekki hvað gerðist. Þetta varaði bara í 2 sekúndur."
Glenn Roeder bætti við: "Ég fór fljótt af vellinum og inn í búningsherbergið og var ekki var við neitt. Terry McDermott er mjög reyndur og ég er viss um að hann myndi ekki lenda í einhverjum svona aðstæðum sem eru fyrir neðan hans virðingu."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna