Mark spáir í spilin
Stuðningsmenn Liverpool eru líklega að vonast til að sigurinn gegn Newcastle fyrr í vikunni hafi komið liðunu á skrið. Í heildina var sá sigur sannfærandi og hann gefur vissulega fyrirheit um að betri tímar séu í vændum. Liverpool á nú tvo heimleiki framundan í viðbót og sigur í þeim myndi bæta stöðu liðsins á viðkomandi vígstöðvum.
Dirk Kuyt kom sér á markalista í fyrsta sinn gegn Newcastle og margir telja að hann eigi nú eftir að raða inn mörkum. Það er þó alls óvíst að Dirk spili á morgun miðað við þá venju Rafael Benítez að hræra svolítið í liðinu sínu á milli leikja. Hugsanlega kemur Robbie Fowler inn í liðshópinn að nýju en hann hefur ekki verið á blaði þar frá því í leiknum á móti Everton. Eins er spurning hverjir muni skipa vörnina. Fabio Aurelio kom inn gegn Newcasle í stöðu vinstri bakvaðar en Stephen Warnock lék þá stöðu í næstu tveimur leikjum á undan. Rafael Benítel er óútreiknanlegur í þessum málum og við verðum að bíða og sjá hverjir hlaupa til leiks á morgun. Þá er það spurningin hvort einhverjir vilji veðja á að Xabi Alonso skori frá sínum vallarhelmingi! Hér er spádómurinn kominn.
Liverpool v Tottenham Hotspur
Miðað við það lið sem Rafael Benítez tefldi fram gegn Newcastle þá lítur út fyrir það að hann sé farinn að íhuga að tefla sínu sterkasta liði fram til að ná hagstæðum úrslitum. Það er auðvitað mjög gott að vera kominn á skrið undir lok leiktíðarinnar en það tjáir lítt ef liðið er þá kannski 12 stigum á eftir efstu liðum. Tottenham hafur átt í erfiðleikum í byrjun leiktíðar. Þó svo að Ledley King sé kominn til leiks að nýju þá er vinstri vængurinn enn veikur fyrir.
Úrskurður: Liverpool v Tottenham. 2:1.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!