Eftirmáli síðasta leiks
Nokkur eftirmáli hefur orðið vegna eins atviks í leik Liverpool og Newcastle United. Einn leikmaður situr í súpunni. Hér er um að ræða Nígeríumanninn Celestine Babayaro. Hann sást slá Dirk Kuyt í andlitið þegar þeir reyndu að taka sér stöðu fyrir hornspyrnu í fyrri hálfleik. Dirk lá eftir höggið en það vakti athygli að Hollendingurinn var ekki með neinn leikaskap og stóð strax upp og kostur var. Hlýtur Dirk hrós fyrir það!
Reyndar sáu hvorki dómari leiksins eða aðstoðarmenn hans atvikið en það sást vel og greinilega í sjónvarpsupptöku. Celestine var ákærður af Enska knattspyrnusambandinu og dæmdur í þriggja leikja bann. Samkvæmt vefsíðu BBC mun Nígeríumaðurinn ekki áfrýja dómnum og því verður hann fjarri góðu gamni í næstu leikjum síns liðs.
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu