| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sagt eftir leik Liverpool og Tottenham
Hér á eftir fara viðbrögð þeirra Rafael Benitez, Dirk Kuyt og Martin Jol, stjóra Tottenham, eftir leik Liverpool og Tottenham í gær. Skiljanlega voru Liverpoolmenn sáttir við sinn hlut en Martin Jol var óánægður með að sínir menn skyldu ekki nýta þau marktækifæri sem fengust.
Rafael Benitez ætti að geta fundið til með Martin Jol því Liverpool voru í sömu aðstöðu eftir leikina við PSV Eindhoven, Everton og Chelsea hvað varðar marktækifæri sem ekki voru nýtt. Tottenham hefðu vel getað skorað í leiknum á laugardaginn en, eins og áður á þessari leiktíð, náðu þeir ekki að koma boltanum í netið.
Jol hafði þetta að segja: ,,Þetta er sama sagan. Við sköpuðum fullt af færum, hefðum átt að vera búnir að skora á undan þeim (Liverpool) og svo töpuðum við samheldninni og einbeitingunni í vörninni."
,,Við náðum ekki að halda haus á réttum augnablikum. Við hefðum átt að skora í fyrri hálfleik. Ledley King, Jermain Defoe og Robbie Keane fengu allir færi. Síðan klúðrar Jenas þessu færi í seinni hálfleik. Já, hann átti að skora og það hefði átt að vera mark okkar megin en þetta er kunnugleg saga frá okkar bæjardyrum séð um þessar mundir."
Rafael Benitez hafði þetta að segja: ,,Þetta var góður leikur en erfiður. Við vissum hvernig Spurs myndu spila og í fyrri hálfleik reyndist okkur erfitt að skapa færi."
,,Við lékum betur eftir leikhlé . Við vorum sneggri í að koma boltanum út á vængina. Leikmennirnir sem við höfum nú innan okkar raða eru það góðir að við náðum að skapa okkur betri færi. Tottenham átti eitt gott færi í fyrri hálfleik og annað í þeim síðari. Þar fyrir utan fannst mér við vera betra liðið. Ég er ánægður með liðið og það sjálfstraust sem hefur myndast eftir annan sigurinn í röð. Mér fannst við leika vel í dag og við viljum halda áfram á sömu braut í næsta leik okkar í næstu viku."
Markaskorarinn Dirk Kuyt var ánægður með leikinn og sagði m.a. þetta: ,,Við áttum erfiðan dag, við þurftum að leggja verulega hart að okkur til að vinna 3-0."
,,Spurs eru með mjög gott lið og þeir spiluðu vel í fyrri hálfleik. Í þeim seinni gerðum við vel, sköpuðum marktækifæri og skoruðum mörk. Það er það sem skiptir máli. Leikurinn breyttist þegar þeir klúðruðu tækifæri fyrir opnu marki og við skoruðum strax á eftir. Það hefur ekki þótt það sérstaklega skondið."
,,Markið mitt var gott en ég þarf að leggja harðar að mér fyrir liðið. Ég hef meira sjálfstraust núna og vonast til þess að fara á skrið og skora fleiri mörk."
Rafael Benitez ætti að geta fundið til með Martin Jol því Liverpool voru í sömu aðstöðu eftir leikina við PSV Eindhoven, Everton og Chelsea hvað varðar marktækifæri sem ekki voru nýtt. Tottenham hefðu vel getað skorað í leiknum á laugardaginn en, eins og áður á þessari leiktíð, náðu þeir ekki að koma boltanum í netið.
Jol hafði þetta að segja: ,,Þetta er sama sagan. Við sköpuðum fullt af færum, hefðum átt að vera búnir að skora á undan þeim (Liverpool) og svo töpuðum við samheldninni og einbeitingunni í vörninni."
,,Við náðum ekki að halda haus á réttum augnablikum. Við hefðum átt að skora í fyrri hálfleik. Ledley King, Jermain Defoe og Robbie Keane fengu allir færi. Síðan klúðrar Jenas þessu færi í seinni hálfleik. Já, hann átti að skora og það hefði átt að vera mark okkar megin en þetta er kunnugleg saga frá okkar bæjardyrum séð um þessar mundir."
Rafael Benitez hafði þetta að segja: ,,Þetta var góður leikur en erfiður. Við vissum hvernig Spurs myndu spila og í fyrri hálfleik reyndist okkur erfitt að skapa færi."
,,Við lékum betur eftir leikhlé . Við vorum sneggri í að koma boltanum út á vængina. Leikmennirnir sem við höfum nú innan okkar raða eru það góðir að við náðum að skapa okkur betri færi. Tottenham átti eitt gott færi í fyrri hálfleik og annað í þeim síðari. Þar fyrir utan fannst mér við vera betra liðið. Ég er ánægður með liðið og það sjálfstraust sem hefur myndast eftir annan sigurinn í röð. Mér fannst við leika vel í dag og við viljum halda áfram á sömu braut í næsta leik okkar í næstu viku."
Markaskorarinn Dirk Kuyt var ánægður með leikinn og sagði m.a. þetta: ,,Við áttum erfiðan dag, við þurftum að leggja verulega hart að okkur til að vinna 3-0."
,,Spurs eru með mjög gott lið og þeir spiluðu vel í fyrri hálfleik. Í þeim seinni gerðum við vel, sköpuðum marktækifæri og skoruðum mörk. Það er það sem skiptir máli. Leikurinn breyttist þegar þeir klúðruðu tækifæri fyrir opnu marki og við skoruðum strax á eftir. Það hefur ekki þótt það sérstaklega skondið."
,,Markið mitt var gott en ég þarf að leggja harðar að mér fyrir liðið. Ég hef meira sjálfstraust núna og vonast til þess að fara á skrið og skora fleiri mörk."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan