John Arne orðinn góður af meiðslum
John Arne Riise kórónaði sigur Liverpool gegn Tottenham um helgina með glæsilegu marki. Norðmaðurinn hefur tvívegis verið borinn meiddur af velli á leiktíðinni en nú er hann orðinn góður af meiðslunum. Að minnsta kosti var ekki að sjá að ökklinn væri neitt viðkvæmur þegar John Arne hamraði boltann í markið mínútu fyrir leikslok gegn Spurs! Norðmaðurinn er ánægður með að vera orðinn góður af meiðslunum.
"Ökklinn er fínn. Mér fannst ég vera sterkur á laugardaginn. Ég var hissa á að ég skyldi vera í byrjunarliðinu en ég var ánægður því ég var tilbúinn í slaginn. Þetta var góður leikur fyrir mig til að snúa til baka í liðið því liðið lék vel og við náðum aftur að landa sigri."
Sem fyrr segir hefur John Arne meiðst nokkuð illa tvívegis á leiktíðinni. Í bæði skiptin meiddist hann á vinstri ökklanum.
"Fyrstu meiðslin ollu vandanum og héldu mér frá í nokkurn tíma. Í seinna skiptið sem ég meiddist gegn Everton hélt ég að ég hefði ökklabrotnað. Ég heyrði smell þarna niðri og það var mér mikill léttir að fá þann úrskurð að ég yrði bara frá í 12 daga. Ég er búinn að leggja virkilega hart að mér við að komast aftur til leiks. Ég fór bara að æfa aftur síðasta fimmtudag. Það var því mjög gleðilegt að koma aftur í liðið. Ekki spillti fyrir að skora mark."
John Arne skorar gjarnan glæsileg mörk. Markið gegn Tottenham var sannarlega eitt af þeim glæsilegri sem hann hefur skorað fyrir Liverpool og er þó af nokkrum að taka. Alls hefur hann skorað 28 mörk fyrir Liverpool. Aðeins þeir Robbie Fowler og Steven Gerrard, af núverandi leikmönnum liðsins, hafa skorað fleiri mörk en Norðmaðurinn.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni