Mark spáir í spilin
Eftir þrjá sigra í röð í Musterinu þurfa leikmenn og stuðningsmenn Liverpool aftur að leggja land undir fót. Ferðalagið er þó ekki langt að þessu sinni. Bolton telst vera útborg Manchester og því er ekki langt að fara. Fyrir sigurleikina þrjá á heimavelli hafði Liverpool tapað tveimur af fjórum deildarleikjum sínum. Nú tveimur sigrum seinna er staðan í deildinni miklu álitlegri. Bikarmeistararnir þurfa þó að halda sínu striki.
Liverpool hefur ekki gengið mjög vel á Reebok leikvanginum eftir að Bolton fluttist þangað og þangað hefur liðið sótt fáa sigra. Síðustu heimsókn lauk með jafntefli í fyrsta leik Liverpool á árinu. Það eitt er víst að Liverpool þarf að hafa fyrir hlutunum enda er Bolton með baráttulið sem hefur staðið sig vel í síðustu leikjum. Rafael Benítez hefur alla sína menn heila utan hvað Harry Kewell er enn frá. Reyndar leikur vafi á því hvort Mak Gonzalez verður leikfær en það er ekki útilokað að hann verði til taks. Þá er bara að búa sig undir enn einn hádegisleikinn. Vonandi vakna leikmenn Liverpool vel í fyrramálið.
Bolton Wanderes v Liverpool
Liðið hans Sam Allardyce er ósigrað í síðustu fjórumleikjum. Liðið gæti vel lengt tapleysisrispu sína því vörnin er mjög góð. Hins vegar skorar liðið ekki ýkja mörg mörk. Það er erfitt að sækja Bolton heim og harðar viðureignir þessara liða á síðustu árum hafa valdið því að það eru engir kærleikar með leikmönnum liðanna. Með það í huga þá á ég von á því að Momo Sissoko komi aftur inn í byrjunarliðið og spili á miðjunni með þeim Steven Gerrard og Xabi Alonso. Rafael Benítez mun því breyta liði sínu í 94. leiknum í röð.
Úrskurður: Bolton Wanderes : Liverpool 1:1.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!