Þriðja deildartapið
Liverpool mátti þola þriðja tap sitt í deildinni þegar liðið tapaði 2:0 fyrir Bolton Wanderes á Reebok leikvanginum. Stórfurðulegur dómur annars línuvarðarins reyndist vendipunktur í leiknum. Liverpool réði gangi mála lengi vel og átti nokkur færi á að skora en líkt og í hinum tapleikjum leiktíðarinnar þá notfærðu andstæðingarnir sér nógu mörg af sínum fáu færum.
Liverpool náði undirtökum í leiknum frá upphafi. Heimamenn biðu átekta og vörðust vel. Dirk Kuyt átti skalla snemma leiks sem Jussi Jaaskelainen varði. Finninn kom ekki neinum vörnum eftir tæpar tuttugu mínútur. Heppnin var hins vegar með honum þegar langskot Xabi Alonso hafnaði í stöng. Eftir hálftíma kom vendipunktur leiksins og hann kom úr óvæntri átt. Jose Reina sparkaði þá boltanum úr höndum sér. Annar línuvörðurinn ákvað þá á óskiljanlegan hátt að dæma hendi á Jose fyrir að fara með boltann út úr teignum. Þetta var fullkomlega röng ákvörðun og hún var ekki ein þeirrar tegundar sem bitnaði á Liverpool. Salti var svo sturtað í sárið þegar Gary Speed, sem lék sinn 750. deildarleik, skoraði eftir aukaspyrnuna. Boltinn rétt smaug framhjá Sami Hyypia í varnarveggnum og hefði hann átt að geta komist fyrir skotið. Eins var Jose Reina ekki vel staðsettur í markinu. Þetta var eina marktilraun Bolton í fyrri hálfleik. Leikmenn Liverpool héldu áfram að sækja og Jussi varði þrumuskot Steven Gerrard. Enn var heppnin með þeim finnska því skotið var beint á hann en hefði líklega farið inn ef þaðhefði verið að eins til hliðar.
Strax í upphafi seinni hálfleiks fengu leikmenn Liverpool annað kjaftshögg. Reyndar var þá Dirk Kuyt farinn af velli og vakti það nokkra athygli að honum skyldi skipt út af svo snemma í hálfleiknum.Á 51. mínútu náðu heimamenn snöggri sókn upp hægri kantinn. Kevin Davies sendi góða sendingu fyrir markið. Þar kom Ivan Campo og skallaði boltann í þverslá og inn. Eftir þetta var ljóst að róðurinn yrði þungur. Liverpool sótti og sótti en heimamenn vörðust gríðarlega vel og gáfu fá færi á sér. Xabi Alonso átti tvö góð langskot en allt kom fyrir ekki. Leikmenn Liverpool voru einfaldlega aldrei mjög nærri því að skora. Þriðja deildartapið varð því staðreynd.
Það er ljóst að Liverpool þarf að fara að snúa við blaðinu á útivöllum. Þangað hefur liðið aðeins sótt eitt stig í deildinni og það virðist sem liðið eigi erfitt uppdráttar þegar það er ekki á heimavelli. Líklega er líka komið nóg af því að breyta liðinu mikið í hverjum einasta leik. Hvernig stóð til dæmis á því að Peter Crouch sem skoraði tvívegis í síðasta leik byrjaði á bekknum en Craig Bellamy sem hefur átt erfitt uppdráttar í síðustu leikjum hóf leikinn.
Bolton Wanderes: Jaaskelainen, Hunt, Meite, Faye, Ben Haim, Davies, Campo, Nolan, Diouf (Giannakopoulos 87. mín.), Speed, Anelka (Vaz Te 84. mín.). Ónotaðir varamenn: Walker, Tal og Fojut.
Mörk Bolton Wanderes: Gary Speed (30. mín.) og Ivan Campo (51. mín.)
Gul spjöld: Abdoulaye Faye og Gary Speed.
Liverpool: Reina, Finnan, Hyypia, Carragher, Riise, Pennant (Garcia 59. mín.), Sissoko (Zenden 75. mín.), Alonso, Gerrard, Kuyt (Crouch 49. mín.) og Bellamy. Ónotaðir varamenn: Dudek og Agger.
Gult spjald: Peter Crouch.
Áhorfendur á Reebok leikvanginum: 25.061.
Maur leiksins: Xabi Alonso. Spánverjinn var mjög duglegur á miðjunni og gerði góða hluti þar. Hann átti líka góð markskot og var óheppinn að skora ekki. Xabi hefur þó oft leikið betur en hann var samt besti leikmaður Liverpool í dag.
Rafael Benítez var þungbúinn eftir leikinn. "Fyrsta markið breytti gangi mála og svo fengum við annað á okkur of snemma í síðari hálfleiknum. Síðustu tuttugu mínúturnar fórum við að tapa fráköstum. Svo sendum við allt og mikið af háum sendingum fram völlinn sem ekkert kom út úr."
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum