Berjumst áfram
Rafael Benitez hefur enn og aftur komið til varnar sínu liði og brást nokkuð reiður við í þetta skiptið. Hann býst einnig við því að leikmenn sýni álíka viðbrögð þegar þeir snúa til baka úr landsleikjahléi eftir 10 daga.
Benitez er vissulega ósáttur með að hafa tapað 2-0 fyrir Bolton á laugardaginn en viðurkenndi að liðið verði að taka málin í sínar eigin hendur þegar ákvarðanir línuvarða og dómara ganga gegn þeim. Það fauk líka í Benitez þegar hann minnist á atvikið sem breytti leiknum gegn Bolton á laugardaginn en hann benti einnig á að liðið verði einfaldlega að bregðast betur við svona atvikum í framtíðinni.
,,Eftir helgina finn ég ennþá meiri löngun til að leggja meira á okkur, bæta liðið og sjá það besta sem það hefur að bjóða. Ég vil einnig sjá sömu viðbrögð frá leikmönnum mínum."
,,Þeir vita að ef ákvarðanir ganga gegn þeim að besta leiðin til að bregðast við því sé að skora mörk. Ef við áttum 14 skot á mark, verðum við að vera einbeittari í því að hafa þá tölu nær 30 skotum."
,,Ef það eru gerð stór mistök í leik viljum við ekki þurfa að treysta á að svoleiðis atvik gangi okkur í hag til þess að við getum skapað okkur færi."
,,Ég er ekki stjóri sem líkar vel við að tala og tala, ég vill vinna og vinna. Við byrjum núna með þá sex leikmenn sem verða áfram á Melwood og ég býst við því að þeir leikmenn, sem eru á ferðalagi með landsliðum sínum, hugsi mikið um það sem gerðist á laugardaginn og verði tilbúnir að sýna viðbrögð við þessu þegar þeir snúa til baka."
,,Í framtíðinni verðum við að tryggja það að við töpum ekki leikjum vegna svona mistaka."
,,Það er mikill munur á lokatölum leikins (gegn Bolton) og því sem að gerðist í leiknum. Þetta er mjög pirrandi því sama staða hefur komið upp í öðrum leikjum og ég vonast til þess að þetta jafni sig út yfir tímabilið."
,,Í síðustu þremur útileikjum okkar er það nokkuð ljóst að við höfum átt fleiri skot á mark heldur en andstæðingar okkar og við höfum ekki verið að nýta færin okkar. Ég hefði meiri áhyggjur af stöðu mála ef við værum að spila þessa leiki án þess að skapa okkur færi. En vegna þess að við hefðum getað skorað mörk í þessum leikjum verðum við að vera jákvæðir."
,,Við verðum að bæta hittni okkar fyrir framan markið, ég hef ennþá trú á mínum leikmönnum og ég veit að við verðum betri á þessu tímabili."
Benitez er ánægður með að þetta landsleikjahlé sé það síðasta í bili.
,,Leikjaplanið hefur gert hlutina næstum ómögulega fyrir okkur."
,,Við þurfum að spila mikið af leikjum þegar allir koma til baka en við getum þó a.m.k. æft með öllum leikmönnunum. Ég talaði við marga leikmenn í gær og þann tíma sem þeir eru í burtu mun ég hringja reglulega í þá flesta og segja þeim að hugsa mikið um hvað við ætlum að gera þegar þeir koma til baka."
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum