Gamall kunningi sneri aftur til Liverpool
Gamall kunningi skaut uppi kollinum í Liverpool í síðustu viku. Hann þekkti sig nú nokkuð vel þar á sínum tíma en hann var lengi að ná áttum í þessari heimsókn sinni. Þetta var Kamerúninn Rigobert Song sem lék með Galatasaray gegn Liverpool í Meistaradeildinni á dögunum.
Hann lék í vörn tyrknesku meistaranna og vissi ekki, frekar en félagar hans í vörninni, hvaðan á sig stóð veðrið framan af leik. Heldur náði hann þó áttum þegar leið á leikinn. Það má þó sjá að það er farið að hylla undir lok ferils hans.
Gerard Houllier keypti Rigobert snemma árs 1999. Kamerúninn lék 38 leiki með Liverpool þar til hann yfirgaf félagið í lok árs 2000. Hann hefur síðan víða farið og leikið í Þýskalandi, Frakklandi og nú síðast Tyrklandi. Rigobert er einn frægasti leikmaður sem Kamerún hefur alið og hann hefur leikið fjölmarga landsleiki fyrir þjóð sína.
Rigobert fékk góðar viðtökur frá stuðningsmönnum Liverpool fyrir leikinn og var ekki að undra því hann var alltaf nokkuð vinsæll á meðan hann lék með Liverpool. Hann lagði sig nefnilega alltaf fram og það hafa stuðningsmenn Liverpool alltaf kunnað að meta í fari leikmanna.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni