Jerzy Dudek rekinn útaf í tapi varaliðsins
Varalið Liverpool tapaði fyrir varaliði Everton 2-1 í kvöld. Nabil El-Zahar skoraði mark Liverpool, hans fyrsta fyrir félagið. Lið Liverpool var nokkuð sterkt í leiknum, en með liðinu léku meðal annars Jerzy Dudek, Stephen Warnock. Fabio Aurelio og Bolo Zenden.
Everton komst yfir eftir sex mínútna leik þegar Lee Molyneux skoraði beint úr aukaspyrnu. El-Zahar jafnaði hins vegar á 25. mínútu með marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Tíu mínútum seinna fengu leikmenn Liverpool aðra vítaspyrnu þegar Bolo Zenden átti frábæra rispu inn í teiginn þar sem hann lék á þrjá varnarmenn áður en hann var felldur í teignum. Bolo tók spyrnuna sjálfur en skaut framhjá.
Á 65. mínútu skoraði svo Everton sigurmarkið í leiknum og var James Vaughan þar að verki. Þá voru einum færri í liði Liverpool þar sem Jerzy Dudek hafði verið rekinn af leikvelli fyrir að bregðast reiður við þegar einn framherji Everton fór í hann með takkana á undan sér. Framherjinn fékk aðeins gult spjald og voru leikmenn og þjálfaralið Liverpool afar ósátt með þá niðurstöðu.
Varalið Liverpool: Dudek, Smith, Warnock, Antwi, Paletta, Mannix, Flynn (Martin 60. mín.), Zenden, El Zhar, Guthrie og Aurelio (Threlfall 45. mín.). Ónotaðir varamenn: Hobbs, Roque og Darby.
Maður leiksins samkvæmt Liverpoolfc.tv: Bolo Zenden. Þrátt fyrir að misnota vítaspyrnu þá átti hollenski landsliðsmaðurinn góðan leik á miðjunni.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni