Darren Potter líkar lífið hjá Úlfunum
Darren Potter segist vera ánægður með lánsdvölina hjá Wolverhampton Wanderers það sem af er tímabilinu. Hann myndi íhuga það alvarlega að ganga til liðs við Úlfana ef þeir myndu gera Liverpool tilboð.
Potter verður hjá Úlfunum út þetta tímabil á lánssamningi og hefur náð að festa sig vel í sessi hjá félaginu.
Hann hefur spilað átta leiki á tímabilinu og sitja Úlfarnir í tíunda sæti næst efstu deildar.
,,Hlutirnir hafa gengið upp hjá mér hingað til. Ég held að ég hafi spilað alla leikina og mér finnst ég hafa staðið mig ágætlega. Þetta hefur byrjað vel en maður veit aldrei hvað gerist til lengri tíma litið." Sagði Potter.
,,Ég hef spjallað við stjórann um það að ég gangi endanlega til liðs við félagið en það er kannski eitthvað sem skýrist ekki fyrr en í janúar."
,,Hver veit hvað gerist en ég get ekki annað séð en að þetta félag henti mér vel hvað varðar vonir mínar og væntingar um ferilinn."
,,Ég hef sagt það áður að félagið er sofandi risi, svipað og Southampton þar sem ég var á láni á síðasta tímabili. Þessir klúbbar eiga að vera einni deild ofar en þeir eru."
Ekki er langt síðan Potter skrifaði undir nýjan samning við Liverpool sem gildir til 2008. Það verður spennandi að sjá hvað gerist með framtíð þessa unga leikmanns sem því miður hefur ekki náð að standa undir þeim væntingum sem til hans hafa verið gerðar.
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur