Þrjú stig sótt yfir Ermasundið
Liverpool vann góðan sigur á Bordeaux í Frakklandi í kvöld. Leikurinn var jafn og tilþrifalítill en skalli Peter Crouch skildi liðin að þegar upp var staðið. Liverpool er í efsta sæti riðilsins og stendur vel að vígi þegar keppnin í riðlinum er hálfnuð. Þetta var 150. Evrópusigur Liverpool og hann gat varla komið á betri tíma.
Leikurinn var mjög rólegur lengi vel. Heimamenn voru skiljanlega heldur sókndjarfari framan af en þeim gekk ekkert að skapa sér hættuleg marktækifæri. Hættulegasta færi þeirra fékk Johan Micoud en hann náði ekki að skalla boltann almennilega. Undir lok hálfleiksins fékk Peter Crocuh tvö góð færi. Það fyrra fékk hann einn á markteig eftir að vörn heimamanna misreiknaði rangstöðugildru sína. Peter stýrði hins vega góðri sendingu frá Craig Bellamy framhjá úr algeru dauðafæri. Seinna færið fékk Peter eftir að hann slapp inn að markinu eftir sendingu frá Xabi Alonso. En Peter náði ekki koma boltanum í mark úr þröngri aðstöðu og það var bjargað í horn.
Heimamenn ógnuðu strax eftir leikhlé þegar Fernando Menegazzo átti skot að marki utan teigs en boltinn fór beint á Jose Reina. Leikmenn Liverpool náðu góðum kafla þegar leið á hálfleikinn. Luis Garcia komst í gott flæri inn á teig en Ulrich Rame varði vel frá honum. Sigurmarkið kom rétt á eftir á 58. mínútu. Craig Bellamy tók góða hornspyrnu frá hægri. Boltinn rataði beint á kollinn á Peter Crouch sem henti sér fram og stangaði boltann í mark án þess að heimamenn kæmu nokkrum vörnum við. Bodeaux þyngdi sóknina síðasta stundarfjórðunginn. Vörn Liverpool varðist grimmilega þótt nokkrum sinnum stæði tæpt. Besta færi heimamanna kom átta mínútum fyrir leikslok þegar varamaðurinn Marouane Chamakh skallaði hárfínt framhjá. Liverpool hefði getað aukið muninn í blálokinn þegar Stepehn Warnock, sem var nýkominn til leiks sem varamaður, lék frábærlega framhjá tveimur varnarmönnum og komst inn á teiginn. Ulrich náði að verja skot hans með góðu úthlaupi. Liverpool landaði sigrinum og stuðningsmenn Rauða hersins gátu haldið ánægðir heim yfir Ermasundið.
Bordeaux: Rame, Jurietti, Henrique, Jemmali, Wendell, Alonso (Faubert 63. mín.), Mavuba, Menegazzo, Laslandes (Chamakh 63. mín.), Micoud og Darcheville (Perea 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Valverde, Ducasse, Enakarhire og Marange.
Gul spjöld: Franck Jurietti og Ulrich Rame.
Liverpool: Reina, Finnan, Hyypia, Carragher, Riise, Garcia, Alonso, Zenden, Gonzalez (Sissoko 68. mín.), Crouch (Kuyt 65. mín.) og Bellamy (Warnock 87. mín.). Ónotaðir varamenn: Dudek, Pennant, Paletta og Peltier.
Mark Liverpool: Peter Crouch (58. mín.)
Gul spjöld: Boudewijn Zenden og Dirk Kuyt.
Áhorfendur á Stade Chaban-Delmas: 33.000.
Maður leiksins: Sami Hyypia. Finninn var alveg frábær í hjarta varnar Liverpool. Hann braut fjölmargar sóknir á bak aftur bæði í lofti sem á jörðu niðri. Hann ógnaði líka nokkrum sinnum uppi við mark franska liðsins. Finninn magnaði er sannarlega ekki dauður úr öllum æðum.
Rafael Benítez var ánægður með sína menn eftir sigurinn. "Þetta var góður sigur fyrir sjálfstraustið og um leið er hann leikmönnunum mikil hvatning. Strákarnir lögðu mjög hart að sér í kvöld. Við skoruðum gott mark og gátum skorað fleiri. Við héldum hreinu sem var mjög gott fyrir okkur."
Í hinum leik riðilsins sótti PSV sigur á Ataturk leikvanginn í Istanbúl. Galatasaray komst yfir með marki Sasa Ilic. Það var enignn annar en Jan Kromkamp sem jafnaði metin áður en Arouna Kone skoraði sigurmarkið. Liverpool er efst með sjö stig og er fyrir ofan PSV á markatölu. Galatasaray og Bordeaux eru neðst og jöfn með eitt stig.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum