Alan Smith í þakkarskuld við Liverpool
Alan Smith, leikmaður Manchester United, segist eiga læknaliði Liverpool mikið að þakka vegna skjótra viðbragða þeirra í leik liðanna í febrúar fyrr á þessu ári. Smith segir að ferli sínum hafi verið bjargað vegna góðrar meðhöndlunar strax eftir meiðslin.
Það var undir lok leiks liðanna á Anfield sem Smith meiddist og voru meiðslin mjög alvarleg því fóturinn tvíbrotnaði og ökklinn fór úr lið. Liverpool og Manchester eigast við á sunnudaginn á Old Trafford og notar Smith því tækifærið nú til að þakka þeim sem brugðust svo skjótt við og björguðu ferli hans.
,,Á sunnudaginn verður fyrsta tækifærið mitt til að þakka persónulega því fólki hjá Liverpool sem hjálpuðu mér þennan dag."
,,Starfsfólk hjá fjölmörgum félögum hafa sýnt mér stuðning en fólkið hjá Liverpool aðstoðaði mig eins fljótt og hægt var."
,,Það er ekki hægt að verðleggja svona aðstoð og ekki hægt að þakka fyrir það hversu mikið fólk leggur á sig til að hjálpa öðrum. Stundum tekur fólk ekki einu sinni eftir svona hlutum."
,,Það er vissulega rígur á milli félaganna en sá rígur er góðs eðlis. Fólki líkar svona rígur og það er þessvegna sem fótbolti er svona stór íþrótt. Það er þess vegna sem fólk verður svona spennt yfir því að horfa á leikinn og það gerir okkur spennta yfir því að spila fyrir fólkið."
,,Ef starfsfólkið hjá Liverpool hefði ekki brugðist svona skjótt við eins og raunin varð hefðu hlutirnir sennilega orðið verri. Ég stend í svo mikilli þakkarskuld við þetta fólk og það verður gaman að geta hitt þau augliti til auglitis á sunnudaginn til að þakka fyrir."
,,John Arne Riise hafði samband og flestir leikmenn Liverpool gerðu það einnig, það sama má segja um leikmenn frá öðrum félögum. Ég fékk símhringingar og fleira. Ég man sennilega ekki eftir öllum sem hringdu því ég var á sterkum verkjalyfjum en allir sýndu mikinn stuðning."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni