Rafael vill ekki neina svartsýni
Mikið hefur verið gert úr mikilvægi leiks Liverpool við Manchester United á Old Trafford á morgun. Þar sem Liverpool hefur gengið sérlega illa á útivöllum deildinni á þessari leiktíð líst mörgum stuðningsmönnum Liverpool þunglega á möguleika sinna manna í leiknum. En Rafael Benítez vill ekkert svartsýnistal fyrir leikinn. Hann vill að horft sé leiksins með það í huga að Liverpool geti farið með sigur af hólmi.
"Það er ekki allt eins og best verður á kosið en við erum í framför og það er mikilvægt að halda áfram á þeirri braut gegn United. Ég vil ekki að við hugsum á þá leið að ef við töpum leiknum þá munum við ekki eiga möguleika á titlinum. Ég vil heldur að við hugsum um hvað gæti gerst ef við vinnum. Sigur gæti breytt því hvernig við lítum til framtíðar.
Við ætlum okkur ekki að tapa og höfum trú á að við getum unnið. Deildarkeppnin er langhlaup og það mikilvægasta er að sjá leikmennina halda einbeitingu sinni allt til endamarksins. Menn verða að halda einbetingu til enda hvers leiks og svo til enda leiktíðarinnar."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna