Einn af verstu dögum mínum sem framkvæmdastjóri Liverpool
Rafa Benítez var myrkur í máli eftir ósigurinn gegn Manchester United. Liverpool var slakt í þessum leik eins og í undanförnum leikjum og meðalgóð frammistaða hjá United dugði til sigurs. Liverpool er nú 11 stigum á eftir Chelsea og Manchester United eftir aðeins 9 umferðir.
"Við erum með betra lið en á síðasta tímabili en við verðum að sanna það. Við verðum að leggja enn harðar að okkur. Við verðum að einbeita okkur að því að bæta okkur. Við vorum mun betri á útivöllum á síðasta tímabili og við erum með sömu vörnina og sömu miðjumennina og þá. Við verðum að vera fyrstir til að skora. Það gerir gæfumuninn."
Benítez segir að það sé engin lausn að setja Steven Gerrard aftur inná miðjuna: "Stevie hefur stundum leikið á miðjunni en ef Momo og Xabi eru á miðjunni og Stevie skorar eins mörg mörk og á síðasta tímabili verðum við í góðum málum."
"Okkur skorti ekki sjálfstraust og við lékum ágætlega fyrsta hálftímann. Fyrsta markið kom þeim í lykilstöðu og Manchester United er mjög erfitt við að eiga í þeirri stöðu. Leikmennirnir okkar höfðu staðið sig ágætlega að halda aftur af leikmönnum United fram að því og það var mjög erfitt að stöðva þessa lágu fyrirgjöf. Ég vil ekki kenna einstaklingum um en lið United lék eins og við höfðum gert ráð fyrir.
Þetta er langt kapphlaup og ég get ekki fullyrt að við getum unnið upp 11 stiga forskot. Þetta er einn af verstu dögum mínum sem framkvæmdastjóri félagsins og þetta var leikur sem allir í liðinu og aðdáendur okkar vildu vinna, sérstaklega á Old Trafford."
Benítez hefur ekki enn fagnað sigri í deildinni gegn United og Liverpool hefur ekki skorað gegn United í 396 mínútur í Úrvalsdeildinni.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!