Liverpool vann Reading 4-3
Liverpool vann nauman sigur á Reading 4-3 í deildarbikarnum í kvöld. Liverpool komst í 3-0 en var næstum því búið að klúðra leiknum. Fjórir leikmenn léku sinn fyrsta leik fyrir Liverpool.
Robbie Fowler skoraði fyrsta markið á 43. mínútu og var því lýst sem dæmigerðu Fowlermarki. Hann setti boltann af öryggi í mark eftir góðan undirbúning frá Pennant. Tveimur mínútum síðar skoraði Riise með föstu skoti utan vítateigs, sem sagt dæmigert Riise-mark. Gabriel Paletta sem er að leika sinn fyrsta opinbera leik fyrir Liverpool gerði sér lítið fyrir og skoraði með skalla eftir hornspyrnu á 47. mínútu og kom Liverpool í 3-0.
Danny Guthrie kom inná fyrir Momo á 62. mínútu og James Smith var skipt inná fyrir Peltier á 74. mínútu. Þar með voru alls fjórir leikmenn sem léku sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið í kvöld því þetta er fyrsti opinberi leikur Paletta og Peltier.
Bikey minnkaði muninn fyrir Reading á 74. mínútu með skalla en Crouch kom Liverpool aftur í þriggja marka forystu með góðu skoti eftir sendingu frá Fowler tveimur mínútum síðar. Lita bætti öðru marki við fyrir Reading á 80. mínútu og svo tókst Reading að minnka muninn í eitt mark með marki Shane Long á 85. mínútu. Leiknum lauk með 4-3 sigri Liverpool eftir gríðarlega pressu frá Reading fram að lokaflautunni.
Lið Liverpool var skipað: Jose Reina, Lee Peltier (James Smith 74. mín.), Daniel Agger, Gabriel Paletta, Stephen Warnock - Jermaine Pennant, Bolo Zenden, Momo Sissoko (Danny Guthrie 62. mín.), John Arne Riise (Dirk Kuyt 79. mín.) - Robbie Fowler (fyrirliði) og Peter Crouch.
Bekkurinn: David Martin og Jamie Carragher.
Myndaveisla frá leiknum og myndband af mörkum Liverpool.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!