| AB

Chris Kirkland skrifar undir hjá Wigan

Liverpool er búið að ná samkomulagi við Wigan að selja Chris Kirkland til liðsins. Hann hefur staðið sig með sóma og verið að mestu laus við meiðsli síðan hann var lánaður til Jewell og félaga.

Kaupverðið er talið vera um 3,5 milljónir punda en ekki er hægt að ganga formlega frá sölunni fyrr en 1. janúar þegar félagsskiptaglugginn opnar að nýju. Kirkland lék 45 leiki fyrir Liverpool eftir að hann kom frá Coventry á 6 milljónir punda 31. ágúst 2001. Hann var lánaður til WBA á síðasta tímabili og nú hefur hann einungis leikið átta leiki með Wigan en greinilega staðið sig það vel að Wigan vildi tryggja sér þjónustu hans nú strax. Chris lék sinn fyrsta landsleik með enska landsliðinu nú á haustdögum.

Ég bendi á ítarlegri umfjöllun um hrakfallasögu Chris Kirklands neðar á forsíðu liverpool í "Í nærmynd".

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan