Gríðarlegt áfall
Það er óhætt að segja að meiðsli Mohamed Sissoko séu gríðarlegt áfall fyrir Liverpool. Í dag kom í ljós að hann þarf að fara í aðgerð vegna axlarmeiðslanna sem hann hlaut gegn Birmingham í gærkvöldi. Talsmaður Liverpool hafði þetta að segja í dag. "Því miður þarf Momo að fara í aðgerð. Stefnt er að því að hún fari fram í næstu viku. Það er áætlað að hann verði frá leik í þrjá mánuði."
Þetta eru auðvitað mjög slæmar fréttir því Mohamed Sissoko er eini leikmaðurinn í leikmannahópi Liverpool sem er verulega góður í því að leika aftarlega á miðjunni og verja vörnina áföllum.
Nú hefði verið gott að hafa Keisarann. Dietmar Hamann er auðvitað einn sá besti í þessu hlutverki sem Momo hefur leikið á þessri leiktíð og reyndar mikið til á þeirri síðustu. Það hefði sannarlega verið gott að geta ræst Keisarann út en því er ekki að heilsa. Honum var leyft að yfirgefa Liverpool í sumar þar sem talið var að Momo myndi geta skilað þessari stöðu. Það hefur Momo vissulega gert með sóma en Didi er nú sárt saknað þegar Malímaðurinn verður frá fram á nýja árið.
Rafael Benítez hefur gríðarlega mikið álit á Mohamed Sissoko og það kom vel í ljós þegar hann hældi stráknum frá Malí á hvert reipi. Hann sagði þá að Momo væri jafn mikilvægur hlekkur í liðinu og Steven Gerrard.
,,Momo er jafn mikilvægur og Stevie vegna þess að hann getur spilað á miðjunni, unnið og haldið til baka þegar Steven sækir fram á völlinn. Hann hefur staðið sig mjög vel. Hann kom mjög ungur til Spánar og talaði þá aðeins frönsku og hann þurfti að læra nýtt tungumál. Nkkrum leiktíðum síðar kemur hann til Liverpool og þarf að læra ensku. Það er ekki auðvelt fyrir neinn, sérstaklega ekki þegar menn eru svona ungir. Ég er mjög ánægður með hann því hann hefur verið mjög sannfærandi innan vallar sem utan. Hann er orðinn gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Hann gefur okkur líkamlegan styrk sem er gríðarlega mikilvægt í fótbolta í hæsta gæðaflokki."
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu