Jamie með tímamótaleik
Jamie Carragher spilaði tímamótaleik gegn Reading í gær. Hann lék þá sinn 300. deildarleik fyrir hönd Liverpool. Jamie er 41. leikmaðurinn í sögu Liverpool til að spila svo marga deildarleiki. Ian Callaghan á flesta deildarleiki að baki fyrir Liverpool en hann lék 640. John Barnes var síðastur leikmanna Liverpool til að ná 300 deildarleikjum en hann lék 314 á ferli sínum. Jamie á alla möguleika að ná honum á þessari leiktíð.
Jamie Carragher er lang leikreyndastur af núverandi leikmönnum Liverpool. Hann lék í gær sinn 433. leik sinn með Liverpool. Jamie þokast jafn og þétt upp lista leikjahæstu manna í sögu Liverpool. Sem stendur er hann í 20. sæti. Ian Callaghan á leikjametið en hann lék 857 leiki á glæstum ferli sínum sem náði frá 1960 til 1978. Það er ljóst að Jamie á eftir að nálgast Ian á næstu árum en það má mikið vera ef hann nær að slá leikjametið sem staðið hefur óhaggað frá árinu 1978.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna