Erfiður leikur framundan í Birmingham
Liverpool á erfiðan leik framundan í Deildarbikarnum í kvöld. Það er ekki nóg með að Birmingham City hafi verið á sigurbraut í sinni deild heldur á liðið harma að hefna eftir síðasta leik liðanna. Liverpool hélt þá, eins og nú, til St Andrews í bikarleik. Þá mættust liðin í átta liða úrslitum F.A. bikarnsins og Liverpool fór þaðan eftir að hafa unnið metsigur 7:0. Að auki þá vann Liverpool þá Bláu í úrslitaleik Deildarbikarsins árið 2001. Það er því næsta víst að ekki þarf að hvetja leikmenn Birmingham City til dáða fyrir leikinn í kvöld.
Rafael Benítez gerir all einhverjar breytingar á liði sínu fyrir leikinn í kvöld frá liðinu sem lék gegn Reading á laugardaginn. Líklegt er talið að Jerzy Dudek muni standa í marki Liverpool en hann er nýkominn úr þriggja leikja banni sem hann fékk eftir að hafa verið rekinn af leikvelli í varaliðsleik gegn Everton. Pólverjinn hefur enn ekki leikið með aðalliðinu á leiktíðinni. Hann átti að leika gegn Reading í síðustu umferð en leikbannið kom í veg fyrir það. Craig Bellamy er leikfær eftir meiðsli og trúlega fær hann tækifæri á að liðka sig upp. Það verður gaman að sjá hvort Jermaine Pennant verður í liðinu en Liverpool keypti hann frá Birmingham í sumar eins og allir vita. Hann lék einmitt með Birmingham þegar Liverpool stórsigurinn sem fyrr er nefndur. Menn á borð við Steven Gerrard, Sami Hyypia og Luis Garcia verða hvíldir. Það er mikið í húfi því sigurvegarinn í leiknum kemst í átta liða úrslit Deildarbikarsins.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!