Rafa hvílir lykilmenn
Það er ljóst að Rafa Benítez mun ekki stilla upp sterkasta liði sínu gegn Birmingham í deildarbikarnum annað kvöld. Fjórir leikmenn léku fyrsta leik sinn fyrir Liverpool í síðustu umferð gegn Reading: Lee Peltier og Gabriel Paletta voru báðir í byrjunarliðinu þá og ekki ólíklegt að báðir fái tækifæri á ný gegn Birmingham.
Rafa segir að a.m.k. fjórir lykilmenn verði utan byrjunarliðsins gegn bláliðum: Steven Gerrard, Sami Hyypia, Luis Garcia og Jose Reina.
Hann staðfesti jafnframt að Jerzy Dudek verði í marki Liverpool en hann hefur nú afplánað þriggja leikja bann. Rafa hrósar Jerzy í hástert: "Hann lenti í smávandræðum og Pepe Reina varð fyrsti valkostur. Markmenn verða að hugsa eins og atvinnumenn. Við berum fullt traust til hans. Hann leggur hart að sér við æfingar og er mjög góður náungi. Nú fær hann tækifæri til að sýna hvað í hann er spunnið."
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu