Fór úr axlaliði UPPFÆRT
Momo Sissoko fór úr axlarlið í leiknum gegn Birmingham í kvöld og var fluttur á sjúkrahús. Hann lenti illa eftir tæklingu Mahdi Nafti sem hefði reyndar átt að vera búinn að líta rauða spjaldið vegna tveggja fóta tæklingar. Leikurinn var stöðvaður í fimm mínútur á meðan læknar huguðu að Sissoko sem var greinilega sárþjáður.
Liverpool vann Birmingham 1-0 með marki Daniel Agger undir lok fyrri hálfleiks og er liðið komið í átta liða úrslit deildarbikarins.
Sissoko gisti á sjúkrahúsi í nótt til þess að hægt væri að kanna hversu mikil meiðslin eru. Rafael Benitez sagði þetta um málið: ,,Á þessu stigi er nokkuð öruggt að segja að hann verði frá í mánuð. Það gæti verið meira, ég vona að það verði ekki mikið meira en mánuður en við verðum að bíða og sjá."
,,Það gæti verið að við þurfum að vera án hans fram í janúar, við erum ánægðir með þann leikmannahóp sem við höfum hér þannig að vonandi finnum við ekki mikið fyrir fjarveru Sissoko. Það er vissulega mikið áfall að missa hann því hann spilar í hverjum leik."
,,Meiðslin sem hann hefur hlotið eru ekki algeng, í fyrra var hann frá vegna augnmeiðsla og það má segja að hann hafi verið óheppinn. Við höfum ekki séð endursýningu frá atvikinu en þetta virðist hafa verið algjört slys. Það var augljóst að hann gat ekki haldið áfram því hann er ekki vanur því að liggja á vellinum."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!