Mark spáir í spilin
Hvað væri betra en að verða fyrsta liðið til að leggja Skytturnar að velli á nýja leikvanginum þeirra? Það gefst ekki völ á öllu betri kostum á sunnudaginn. Liverpool heimsækir Arsenal í fyrsta sinn á hinn nýja Emirates leikvang. Skytturnar yfirgafu Highbury í vor og fluttu sig um set. Ekki var langt farið því nýi leikvangurinn er aðeins steinsnar frá hinum fræga Highbury. Skytturnar hafa enn ekki lotið í hið nýja gras sem þær leika nú á en liðið hefur samt ekki náð að leika jafn vel á nýja vellinum og á gamla túninu.
Liverpool vann sinn fyrsta sigur á enskri grundu á miðvikudagskvöldið þegar það lagði Birmingham að velli í Deildarbikarnum. Enn hefur liðið þó ekki náð að vinna deildarleik á ferðalögum sínum um England á þessari leiktíð. Staðreyndin er sú að Liverpool hefur tapað fjórum síðustu útileikjum sínum í deildinni. Liðið hefur bara fengið eitt stig á ferðum sínum og það var ífyrsta útileiknum gegn Sheffield United. Eina útimarkið kom líka þegar Robbie Fowler skoraði úr vítaspyrnu í þeim leik. Þá var sumar en nú er kominn vetur.
Liverpool hefur verið á góðu skriði og liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð. Það var mikið áfall þegar Mohamed Sissoko meiddist á miðvikudagskvöldið. En maður kemur í manns stað. Það er þó ljóst að leikmenn Liverpool verða að ná sínu besta ef liðið á að vinna sinn sjötta sigur í röð, vinna fyrsta deildarsigur sinn á útivelli og verða fyrsta liðið til að leggja Arsenal að velli á Emirates leikvanginum.
Arsenal v Liverpool
Það er gríðarlegt áfall fyrir Liverpool að vera án Momo Sissoko í þrjá mánuði. Arsenal hefur átt erfitt uppdráttar á Emirates leikvanginum. Ég hugsa að Liverpool muni leggja upp svipaða leikaðferð þar og Aston Villa, Everton og Middlesbrough lögðu upp með og skilaði þeim liðum tapleysi í heimsóknum sínum þangað. En ég held að Arsenal muni stilla sig inn á stórleik og það fer að koma að því að liðið nær góðum leik og sigri á heimavelli.
Úrskurður: Arsenal v Liverpool 2:0.
Emirates leikvangurinn
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!