Sama sagan
Útivallardraugurinn gengur enn ljósum logum. Það endaði eins fyrir Liverpool á Emirates leikvanginum líkt og í síðustu útileikjum í deildinni. Fyrsta heimsókn Liverpool þangað hafði sömu uppskrift og svo margir útileiki Liverpool í deildinni á þessari leiktíð. Eftir stendur að Liverpool hefur aðeins náð einu stigi í deildarleikjunum á útivöllum það sem af er leiktíðar og það stig náðist í sumar.
Það gekk svo sem allt vel framan af. Bæði lið léku af varkárni og ógnuðu marki andstæðinga sinna lítt. Reyndar voru réttilega dæmd mörk af þeim Robin Van Persie og Peter Crouch á upphafskafla leiksins. Robin tók boltann með hendi og Peter var rangstæður. Um miðjan hálfleikinn átti Thierry Henry skot utarlega úr teignum sem fór beint á Jose Reina. Hinu megin skaut Bolo Zenden rétt yfir eftir vel útfærða aukaspyrnu. En eins og í svo mörgum útileikjunum skoruðu andstæðingarnir úr sínu fyrsta hættulega færi. Á 41. mínútu sendi Alexander Hleb inn á Cesc Fabregas. Spánverjinn stakk Bolo Zenden af og lék upp að endamörkum hægra megin. Þaðan gaf hann fyrir markið og Mathieu Flamini var á undan Jamie Carragher og náði að skora fyrir miðju marki. Vörn Liverpool opnaðist þarna illa en verst var að sjá hvernig Bolo svaf á verðinum.
Skytturnar náðu svo að skora aftur á 56. mínútu. Ekki var það mark betra frá sjónarhóli Liverpool. Góðum samleik Arsenal lauk með því að Robin Van Persie sendi stungusenginu á Kolo Toure sem slapp í gegnum vörn Liverpool og skoraði af öryggi. Það var með ólíkindum að annar miðvarða Arsenal skyldi komast svona óáreittur upp völlinn. Það mátti glögglega sjá að Mohamed Sissoko var sárt saknað. Eins og í svo mörgum útileikjum Liverpool á þessari leiktíð var nú fátt um svör hjá leikmönnum liðsins. Steven Gerrard var færður inn á miðjuna og hann átti ágætt skot sem fór í varnarmann og yfir. Ráðaleysi einkenndi leik Liverpool og William Gallas gulltryggði sigur Arsenal tíu mínútum fyrir leikslok. Hann skallaði þá óvaldaður í mark eftir hornspyrnu. Craig Bellamy skoraði með skalla undir lokin en var réttilega dæmdur rangstæður. En leikmönnum Liverpool var öllum lokið og fimmta tap Liverpool í röð á útivelli í deildinni varð staðreynd.
Arsenal: Almunia, Eboue, Toure, Gallas, Clichy, Hleb, Silva, Fabregas, Flamini, Van Persie (Adebayor 85. mín.) og Henry. Ónotaðir varamenn: Senderos, Hoyte og Walcott.
Gul spjöld: Robert Van Persie og Mathieu Flamini.
Mörk Arsenal: Mathieu Flamini (41. mín.), Kolo Toure (56. mín.) og William Gallas (80. mín.).
Liverpool: Reina, Finnan, Hyypia (Agger 82. mín.), Carragher, Riise, Gerrard, Alonso, Zenden, Gonzalez (Pennant 61. mín.), Crouch (Bellamy 71. mín.) og Kuyt. Ónotaðir varamenn: Jerzy Dudek og Stephen Warnock.
Gul spjöld: Jamie Carragher, Xabi Alonso og Jermaine Pennant.
Áhorfendur á Emirates leikvanginum: 60.110.
Maður leiksins: Xabi Alonso. Það er ekki auðvelet að segja til um hvaða leikmaður Liverpool stóð sig best en Xabi barðist vel á miðjunni.
Rafael Benítez sagði mikil mistök sinna manna hafa verið dýrkeypt. "Við byrjuðum vel og höfðum stjórn á mörgu en eftir að við fegnum fyrsta markið á okkur vorum við í vanda staddir. Þegar leikið er gegn svona góðu liði verður einbeitingin að vera fullkomin en við gerðum slæm mistök í fyrsta og öðru markinu."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni