Í hnotskurn
Áframhald tryggt í Deildarbikarnum. Góður útisigur í Miðlöndunum og sá fyrsti á enskri grundu á þessari leiktíð. Þetta er leikur Liverpool og Birmingham City í hnotskurn.
- Liverpool hefur unnið Deildarbikarinn sjö sinnum, 1981, 1982, 1983, 1984, 1995, 2001 og 2003, og er það met á Englandi.
- Birmingham City hefur unnið keppnina einu sinni. Það var árið 1963.
- Þetta var 117. sigur Liverpool í 196 Deildarbikarleikjum.
- Liverpool hefur þrívegis áður mætt Birmingham City í Deildarbikarnum og alltaf haft betur. Það sem meira er þá hefur Liverpool alltaf unnið keppnina þegar þeir hafa mætt Birmingham. Leiktíðina 1980/81 vann Liverpool 3:1 á Anfield Road. Aftur lá Birmingham í valnum á leiktíðinni 1983/84. Liverpool vann þá 3:0 í aukaleik á Anfield Road. Liverpool vann svo Deildarbikarinn 2000/2001 eftir að hafa lagt Birmingham að velli í úrslitaleiknum. Liðin voru jöfn eftir framlengingu en Liverpool vann 5:4 í vítaspyrnukeppni.
- Robbie Fowler var eini leikmaðurinn sem spilaði þennan leik og úrslitaleikinn 2001.
- Robbie var fyrirliði Liverpool í Cardiff og skoraði eina mark Liverpool í leiknum. Hann skoraði líka í vítaspyrnukeppninni.
- Af þeim leikmönnum sem urðu Deildarbikarmeistarar 2001 þá eru þeir Jamie Carragher, Sami Hyypia, Steven Gerrard og Robbie Fowler einir enn á mála hjá Liverpool.
- Liverpool hefur átta sinnum mætt Birmingham í F.A. bikarnum og alltaf haft betur. Liverpool hefur því ellefu sinnum mætt Birmingham í bikarleikum og alltaf farið áfram!
- Liverpool mætti Birmingham í F.A. bikarnum á síðustu leiktíð og vann þá 7:0 á St Andrews. Það var stærsti útisigur liðsins í þeirri keppni.
- Þetta var fimmti sigur Liverpool í röð. Birmingham hafði unnið fimm síðustu leiki sína fyrir þennan.
- Jerzy Dudek lék sinn fyrsta leik á leiktíðinni.
- Jermaine Pennant lék gegn sínu gamla félagi.
- Daniel Agger skoraði sigurmarkið. Þetta er annað mark hans á leiktíðinni.
Jákvætt:-) Liverpool komst áfram í Deildarbikarnum og vann sinn fimmta leik í röð. Hinir ungu og efnilegu varnarmenn sem skipuðu öftustu varnarlínuna stóðu sig vel og héldu markinu hreinu. Jerzy Dudek var líka traustur að baki varnarinnar.
Neikvætt:-( Það er ljóst að meiðsli Mohamed Sissoko eru mikið áfall því hann er búinn að vera einn besti maður Liverpool á leiktíðinni. Það er alltaf slæmt að sjá leikmenn Liverpool misnota vítaspyrnur.
Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:
1. Bolo Zenden. Hollenski landsliðsmaðurinn átti fínan leik á miðjunni. Hann var mjög sprækur, spilaði boltanum vel og átti stóran hlut í sigrinum.
2. Daniel Agger. Fyrir utan það að skora eina markið þá lék Daniel mjög vel í vörninni. Daninn var mjög traustur og stjórnaði vörninni frábærlega.
3. Jerzy Dudek. Pólverjinn átt góðan leik í endurkomu sinni í liðið og varði mjög vel af stuttu færi frá Cameron Jerome.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!