Flo skorar á Spáni
Florent Sinama Pongolle hefur verið í láni hjá spænska liðinu Recreativo de Huelva á þessari leiktíð. Honum hefur farnast nokkuð vel hjá liðinu. Að minnsta kosti hefur hann af og til verið á skotskónum. Um síðustu helgi lagði Recreativo Celta Vigo að velli 2:1 á útivelli. Florent skoraði fyrra mark síns liðs í leiknum. Þetta var fjórða mark hans í átta leikjum og verður það að teljast góður árangur.
Það á eftir að koma í ljós hvort Florent spilar aftur með Liverpool. Hann verður í láni út leiktíðina og þá kemur í ljós hvort forráðamenn Liverpool vilja nota hann meira. Franski strákurinn hefur hingað til skorað níu mörk fyrir Liverpool í 66 leikjum. Hann var Stórbikarmeistari með Liverpool 2005 og Skjaldarhafi nú í ár.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!