Í hnotskurn
Liverpool tapaði fyrsta leik sínum á Emirates leikvanginum. Liðið tapaði líka síðasta leik sínum á Highbury. Þetta er leikur Liverpool og Arsenal í hnotskurn.
- Liverpool lék í fyrsta sinn á Emirates leikvanginum.
- Arsenal færði sig um set frá Highbury eftir að hafa leikið þar frá árinu 1913.
- Það er innan við kílómeter milli Highbury og Emirates leikvangsins.
- Liverpool tapaði síðasta leik sínum á Highbury.
- Liverpool hefur nú tapað fjórum útileikjum í röð gegn Arsenal.
- Liverpool vann síðast útisigur á Arsenal á leiktíðinni 1999/2000 þegar Titi Camara skora eina mark leiksins.
- Þetta var fimmti tapleikur Liverpool í röð í deildinni.
- Í tapleikjunum fimm hafa leikmenn Liverpool ekki skorað eitt einasta mark.
- Síðasta útimarkið í deildinni kom þegar Robbie Fowler skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu í 1:1 jafntefli við Sheffield United síðsumars.
- Peter Crouch lék sinn 200. deildarleik á ferli sínum.
- Báðir miðverðir Arsenal skoruðu í leiknum og verður það að teljast vafasöm staðreynd.
- Liverpool skoraði tvö mörk en bæði voru dæmd af vegna rangstöðu. Fyrst kom Peter Crouch boltanum í netið og svo Craig Bellamy.
- Arsenal hefur enn ekki tapað á nýja heimavellinum.
Jákvætt:-) Liverpool lék vel í fyrri hálfleiknum þar til Arsenal komst yfir. Það var ekki fyrr en þá sem fór að halla undan fæti.
Neikvætt:-( Liverpool tapaði fimmta leik sínum í röð á útivelli í deildinni og skoraði ekki mark frekar en í hinum tapleikjunum. Leikmenn liðsins höfðu ekki nein ráð til að bregðast við eftir að þeir lentu undir.
Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:
1. Xabi Alonso. Það eru teikt á lofti um að spænski miðjumaðurinn virðist vera að ná sér í gang. Hann var góður á miðjunni í fjörugum fyrri hálfleik þegar Liverpool sótt að Arsenal.
2. Jamie Carragher. Hann barðist vel í leiknum.
3. Steven Gerrard. Fyrirliðinn var alls ekki að leika eins og hann getur best. En hann er samt með bestu mönnum þótt hann sé bara í þriðja gír.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni