| Grétar Magnússon

Luis Garcia leikfær

Luis Garcia hefur náð að jafna sig af meiðslum sem hafa aftrað honum að taka þátt í síðustu fjórum leikjum liðsins.  Rafael Benitez bindur miklar vonir við endurkomu Spánverjans litla.

Benitez segir að Garcia muni líklega spila einhvern hluta af leiknum gegn PSV í kvöld en Garcia hefur átt við meiðsli aftaní lærvöðva að stríða undanfarnar vikur.

,,Hann er til taks og hefur verið að æfa venjulega," sagði Benitez um Garcia.

,,Stundum er hann gagnrýndur vegna þess að hann missir boltann of auðveldlega en það er augljóst að hann er öðruvísi leikmaður."

,,Hann getur skorað stórkostleg mörk, hann hefur góða yfirsýn og mikinn skilning á leiknum.  Hann er leikmaður sem getur breytt leiknum."

Benitez vonast einnig til þess að tryggja sér toppsætið með sigri í kvöld.

,,Ef við vinnum í kvöld þá spilum við gegn Galatasaray undir lítilli pressu."

,,Það er augljóst að við viljum vinna riðilinn því maður lendir þá líklega á móti liði sem er ekki eins gott og þau lið sem vinna riðlana, en það er aldrei að vita."

,,Eftir tvo mánuði getur lið sem hafnar í öðru sæti verið allt annað og betra lið."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan