Fyrsta sætið er undir
Fyrsta sætið í riðlinum er í húfi þegar PSV Eindhoven kemur í heimsókn á Anfield Road í kvöld. Bæði lið eru komin áfram úr riðlinum en úrslit leiksins í kvöld geta ráðið því hvort liðið nær efsta sætinu. Það er ekki gott að segja fyrirfram hvort er betra að vera í fyrsta eða öðru sæti. Liðið sem endar í fyrsta sæti mætir liði sem endaði í öðru sæti í einhverjum öðrum rðli þegar dregið verður í sextán liða úrslita keppninnar og öfugt. Á síðustu leiktíð vann Liverpool sinn riðil og drógst gegn Benfica sem þótti góður dráttur. Annað kom þó á daginn. Bikarmeistararnir ætla sér þó fyrsta sætið.
Það er ljóst að leikmenn Liverpool munu mæta mjög ákveðnir til leiks í kvöld. Liðið þarf á því að halda að vinna og þá ekki bara til að vinna riðilinn heldur líka til að efla sjálftraust leikmanna. Luis Garcia sem er orðinn leikfær á nýjan leik áréttaði þetta í dag. "Það er alveg möguleiki á að lið á borð við Barcelona, Real Madrid, Arsenal og Inter Milan gætu verið á meðal þeirra liða sem verða í öðru sæti í sínum riðli. En það skiptir engu máli því hjá Liverpool er bara hugsað um fyrsta sætið."
Stuðningsmenn Liverpool ætla sér líka að leggja sitt af mörkum. Á hinni opinberu vefsíðu Liverpool voru stuðningsmenn Liverpool í gær hvattir til að koma með trefla og fána á leikinn og mynda magnaða stemmningu eins og hún gerist best á Evrópukvöldum. Það verður því mikil stemmning á Anfield Road í kvöld! Vonandi magnar hún leikmenn Liverpool upp þannig að þeir vinni sigur.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni