Í hnotskurn
Sannfærandi sigur á PSV Eindhoven og efsta sætið í riðlinum í höfn. Þetta er leikur Liverpool og PSV Eindhoven í hnotskurn.
- Þetta var 80. sigur Liverpool í Evrópubikarnum. Hér er Evrópukeppni meistaraliða og Meistaradeildin einungis talin.
- Sigurinn færði Liverpool sigur í riðlinum. Liverpool vann líka sinn riðil á síðustu leiktíð.
- Steven Gerrard skoraði sitt 18. Evrópumark. Um leið var þetta 14. mark hans í Evrópubikarnum og jafnaði hann þar með félagsmet Ian Rush.
- Steven er nú í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn Liverpool í Evrópukeppni. Michael Owen er efstur með 22 mörk og Ian Rush er í öðru sæti með 20.
- Peter Crouch skoraði níunda mark sitt á leiktíðinni.
- PSV Eindhoven varð hollenskur meistari í 19. sinn á síðustu leiktíð.
- Liðið vann Evrópubikarinn árið 1988 og Evrópukeppni félagsliða tíu árum áður.
- Þetta er ellefta leiktíð PSV í Meistaradeildinni.
- Það þurfti að skipta um bolta í öðrum leiknum í röð hjá Liverpool. Það þurfti líka að skipta um bolta í leiknum gegn Middlesborough um helgina.
- Jan Kromkamp sneri aftur á Anfield Road. Hann hóf leiktíðina hjá Liverpool en var seldur til PSV í lok ágúst.
- Leikurinn var friðsamur. Ekkert gult spjald var sýnt í leiknum og ekki heldur í þeim fyrri milli liðanna.
Jákvætt:-) Liverpool tryggði sér með sigrinum efsta sætið í riðlinum. Liverpool lék vel og vann sannfærandi sigur. Steven Gerrard skoraði og lék mjög vel. Liverpool varð fyrsta liðið til að leggja PSV Eindhoven að velli í á annan tug leikja.
Neikvætt:-( Þrír leikmenn Liverpool meiddust og það skyggði á sigurinn.
Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:
1. Steven Gerrard. Skoraði frábært mark og jafnaði markamet Ian Rush í Evrópubikarnum. Hann stjórnaði lögumog lofum á miðjunni hjá Liverpool.
2. Dirk Kuyt. Átti tvær stoðsendingar. Stoðsending hans á Steven Gerrard var snilldarleg.
3. Peter Crouch. Lagði hart að sér og verðskuldaði að skora níunda mark sitt á leiktíðinni.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni