Aftur á Ataturk
Í næstu viku sækir Liverpool aftur heim vettvang glæstasta sigurs félagsins á seinni árum þegar liðið snýr aftur á Ataturk leikvanginn í Miklagarði. Á þriðjudagskvöldið leikur Liverpool síðasta leik sinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Efsta sætið er nú þegar í höfn og í þetta sinn er enginn bikar í verðlaun og í raun er ekki neitt í húfi nema þá heiður félagsins. Heiður félagsins var líka í veði í maí 2005 en þá var líka Evrópubikarinn í boði. Hann vannst með ógleymanlegum hætti og það verður magnað fyrir þá stuðningsmenn Liverpool sem leggja leið sína til Tyrklands á nýjan leik til að heimsækja Ataturk leikvanginn.
Ataturk leikvangurinn er ekki heimavöllur Galatasaray en forráðamenn félagsins ákváðu að leika heimaleiki liðsins í Meistaradeildinni þar í von um að fá fleiri áhorfendur. Galatasaray hefur ekki gengið vel í Meistaradeildinni og liðið verður í neðsta sæti riðilsins. Liðið mun þó örugglega reyna að verja heiður sinn og bæta við stigatöluna. Það er þó ljóst að leikmenn og stuðningsmenn Liverpool munu gera sitt til að gera endurkomuna á Ataturk leikvanginn eftirminnilega.
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu