Kemst Liverpool í Evrópusæti?
Nái Liverpool að leggja Portsmouth að velli á Anfield Road í kvöld gæti liðið komist í Evrópusæti í fyrsta sinn á þessari leiktíð. Liverpool er sem stendur í níunda sæti og til að komast í Evrópusæti þarf liðið að komast upp í sjötta sæti hið minnsta. En fari allt á besta veg gæti liðið komist alla leið upp í þriðja sæti. Til að þetta gangi eftir verða önnur úrslit leikja í kvöld auðvitað að vera hagstæð. Það yrði nokkuð merkilegt ef Liverpool næði þriðja sæti eftir brösugt gengi það sem af er leiktíðar.
Sem fyrr segir er Liverpool í níunda sæti. Liðið hefur 21 stig. Bolton er í þriðja sæti með 24 stig. Portsmouth er eitt þeirra liða sem Liverpool getur komist upp fyrir í kvöld. Liðið er tveimur stigum á undan Liverpool og því er leikur liðanna í kvöld mjög mikilvægur. Meiðsli hafa herjað á herbúðir beggja liða að undanförnu. Það verður fróðlegt að sjá hvaða mönnum Rafael Benítez teflir fram á miðjunni í kvöld því Steven Gerrard er eini miðjumaðurinn sem er leikfær.
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu