Mark spáir í spilin
Eftir að hafa misst af tækifæri á að ná Evrópusæti í vikuuni kemur annað slíkt upp í hendurnar á morgun. Nú er vörnin orðn góð en þá vantar mörkin. Alltaf er það eitthvað! Það er erfitt að gera knattspyrnuáhugamönnum til hæfis. Yfirleitt er alltaf eitthvað of eða van. Sem fyrr segir er gamalkunnugt öryggi komið yfir varnarleik Liverpool og Jose Reina hefur vaxið þróttur milli stanganna. En það hefur borið á ákveðinni markaþurrð hjá sóknarmönnunum í síðustu leikjum. Allt gæti því litið heldur vonlítíð út nú þegar Liverpool heldur á útivöll en liðið hefur ekki náð að skora á ferðum sínum um England í deildinni frá því í sumar. Vart þarf að minna á að sigur hefur enn ekki unnist á útivelli í deildinni og jólamánuðurinn er að hefja sitt skeið í dag. En sigurinn kemur fyrr eða síðar. Öll tölfræði kveður á um að það styttist í allt óorðið. Ekki satt! Nú á fullveldisdaginn birtist spá Mark Lawrenson um næsta leik. Hún er hér tilbúinn í íslenskri þýðingu.
Wigan Athletic v Liverpool
Wigan ætlar sér örugglega að færa sér slakt gegni Liverpool á útivöllum í nyt. Tölfræðin segir okkur þó að það komi að því fyrr eða síðar að Liverpool skori mark á útivelli. Liðið hans Rafael Benítez muni róa að því öllum árum að fá stuðningsmennina með sér eftir markalausa jafnteflið við Portsmouth.
Úrskurður: Wigan Athletic v Liverpool. 2:2.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni