Hetjan frá Konstatínópel snýr aftur!
Hetjan frá Konstatínópel mun snúa aftur þangað og standa í marki Liverpool þar sem Pólverjinn varð goðsögn á einni kvöldstund. Rafael Benítez var í gær spurður að því á hinni opinberu vefsíðu Liverpool hvort Jerzy Dudek myndi verja mark Liverpool á Ataturk leikvanginum á þriðjudagskvöldið gegn Galatasaray. Svarið var stutt og laggott "já".
Það er sannarlega frábært að Jerzy fái tækifæri til að spila aftur á leikvanginum þar sem hann varð hetja Liverpool í úrslitaleiknum um Evrópubikarinn gegn AC Milan. Afrek Jerzy Dudek á Ataturk leikvanginum munu aldrei gleymast og fyrir þau mun hann alltaf verða einn af þeim leikmönnum Liverpool sem teljast til goðsagna í sögu félagsins.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna