Steven Gerrard fór ekki með til Tyrklands
Rafael Benitez hefur ákveðið að hvíla nokkra lykilmenn liðsins í leiknum gegn Galatasaray á þriðjudagskvöldið. Þeir Steven Gerrard, Sami Hyypia, Steve Finnan og Jose Reina flugu ekki með liðinu til Tyrklands nú í morgun enda er ekkert í húfi nema heiðurinn þegar liðin mætast á Ataturk leikvanginum annað kvöld.
Ungir leikmenn eins og Miki Roque, Stephen Darby og Paul Anderson, sem allir urðu Unglingabikarmeistarar í vor, gætu allir tekið þátt í leiknum þar sem þeir eru í hópnum. Enginn þeirra hefur áður leikið með aðalliðinu. Að auki eru ungliðarnir Gabriel Paletta, Danny Guthrie, Lee Peltier og David Martin í hópnum
Hópurinn er þannig skipaður: Dudek, Agger, Riise, Alonso, Crouch, Fowler, Pennant, Bellamy, Kuyt, Carragher, Paletta, Garcia, Guthrie, Peltier, Darby, Martin, Anderson og Roque.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni