Njótum en verum einbeittir
Rafael Benítez gleðst yfir endurkomu Liverpool til Istanbúl. Þar stýrði hann Liverpool til sigurs í magnaðasta Evrópuúrslitaleik sögunnar. Hann vill að leikmenn Liverpool njóti minninganna en gleymi sér samt ekki við þær.
"Þetta verður skemmtilegt fyrir stuðningsmennina. Við unnum Meistaradeildina fyrir þá og þetta var stórkostlegt kvöld sem enginn mun nokkurn tímann gleyma. Leikvangurinn sjálfur á eftir að færa okkur frábærar minningar. Það verður gaman að horfa í kringum sig og minnast þess sem hér gerðist. En við megum ekki gleyma okkur í tilfinningaflæði og minningum. Við verðum að einbeita okkur að því að ná sigri. Það er mikilvægt að við höldum því formi, sem við höfum sýnt í Evrópuleikjunum, gangandi. Við erum komnir áfram í keppninni og reynum að njóta okkar.
Við höfum nú þegar unnið Galatasaray á Anfield. Það var magnaður leikur og við komumst í 3:0 eftir að Peter Crouch skoraði stórglæsilegt mark. En þeir komu til baka og skoruðu tvö mörk. Undir lokin áttum við erfitt uppdráttar. Það hefði verið mjög erfitt að koma hingað til Istanbúl og þurfa að ná stigum til að komast áfram. En núna getum við notið kvöldsins."
Það verður gaman að fylgjast með leiknum í kvöld. Það verður spennandi að sjá hverjir af ungliðunum fá tækifæri til að spila. Þetta er í raun stórkostlegt tækifæri fyrir þá að fá að fara með til Istanbúl á þennan goðsagnakennda leikvang. Samt held ég að það verði magnaðast að sjá Jerzy Dudek verja mark Liverpool á þessum leikvangi!
Ekki verður síður gaman að sjá hversu margir stuðningsmenn Liverpool hafa lagt leið sína til Tyrklands. Enginn veit með vissu hversu margir fylgdu liðinu á úrslitaleikinn gegn AC Milan en talið er að hjarðirnar hafi talið um 40.000! Einhverjir munu hafa lagt land undir fót á nýjan leik. Þó ekki væri nema til þess að heimsækja Ataturk leikvanginn aftur!
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni