Tap í Tyrklandi
Það gekk ekki jafn vel á Ataturk leikvanginum eins og um árið. Það var sem sagt ekkert kraftaverk á ferðinni þar eins og síðast en það var heldur ekki nein þörf á því. Liverpool tapaði síðasta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en það skipti ekki máli því efsta sæti riðilsins var í öruggri höfn.
Rafael Benítez gerði nokkuð miklar breytingar á liði Liverpool eins og við var að búast. Í byrjunarliðinu var aðeins að finna fjórar af hetjunum frá 2005. Þetta voru þeir Jerzy Dudek, Jamie Carragher, Xabi Alonso og John Arne Riise. Það virtist ekki koma að sök og Liverpool komst yfir á 22. mínútu þegar Craig Bellamy kom sér í góða stöðu vinstra megin í teignum og gaf fyrir. Robbie Fowler var vel vakandi í markteignum og stýrði boltanum í markið með hnéinu. Galatasaray hefur ekki gengið vel upp á síðkastið og því leit allt vel út en forysta Liverpool hélt aðeins í tvær mínútur. Xabi Alonso átti þá hroðalega sendingu aftur á völlinn. Hún rataði beint á Necati Ates sem komst á auðan sjó og skoraði af öryggi. Ekki liðu nema fjórar mínútur þar til heimamenn komust yfir. Þeir fengu þá hornspyrnu. Hún var skölluð frá en ekki tókst betur til en svo að boltinn fór beint til Okan Buruk sem skoraði með viðstöðulausu skoti utan teigs. Glæislegt mark. Ekki bar mikið til tíðinda fram að leikhléi.
Heimamenn höfðu greinilega að meiru að keppa svo sem því að ná fyrsta sigri sínum í riðlinum. Þeir voru því lengst af grimmari í síðari hálfleik. Snemma í hálfleiknum átti Erguen Penbe skalla í stöng. Robbie var þó nærri því að jafna á 58. mínútu. Xabi vippaði boltanum laglega inn á teig úr aukaspyrnu. Robbie stýrði boltanum í átt að markinu af stuttu færi en Farid Mondragon náði að verja. Litlu síðar kom fimmta hetjan frá 2005 til leiks þegar Luis Garcia kom inn á. Peter Crouch var settur inn á þegar stundarfjórðungur var eftir en ellefu mínútum fyrir leikslok náðu heimamenn að skora í þriðja sinn. Einn leikmanna þeirra komst upp hægra megin og fór illa með John Arne Riise. Hann sendi svo fyrir á Sasa Ilic sem skoraði af öryggi úr miðjum teignum. Spánverjinn efnilegi Miki Roque fékk að spreyta sig síðustu sex mínúturnar í sínum fyrsta leik með Liverpool. Örlítil von um endurkomu kviknaði á síðustu mínútu leiksins þegar Jermanie Pennant tók frábæran sprett upp hægri kantinn. Hann sendi svo frábæra sendingu fyrir markið á Robbie sem skallaði fallega í markið. Glæsileg rispa hjá Jermaine sem fer nú vonandi að taka fleiri slíkar. Markið hjá Robbie var fallegt en kom of seint. Liverpool mátti sem sagt þola tap á Ataturk leikvanginum góða en í þetta sinn kom það ekki að sök.
Galatasaray: Mondragon, Haspolatli, Tomas, Asik (Seyhan 45. mín.), Penbe, Sarioglu, Inamoto, Buruk, Carrusca (Guven 75. mín.), Karan og Ates (Ilic 45. mín.). Ónotaðir varamenn: Ercetin, Sas, Topal og Kabze.
Mörk Galatasaray: Necti Ates (24. mín.), Okan Buruk (28. mín.) og Sasa Ilic (79. mín.).
Gult spald: Junichi Inamoto.
Liverpool: Dudek, Peltier, Carragher, Agger, Riise, Pennant, Alonso (Roque 84. mín.), Paletta, Guthrie (Garcia 66. mín.), Bellamy (Crouch 74. mín.) og Fowler. Ónotaðir varamenn: Martin, Kuyt, Anderson og Darby.
Mörk Liverpool: Robbie Fowler (22. og 90. mín.).
Gult spjald: Jermaine Pennant.
Áhorfendur á Ataturk leikvanginum: 23.000.
Maður leiksins: Robbie Fowler. Meistarinn sýndi að hann getur enn skorað mörk fái hann tækifæri til þess. Hann skoraði tvö mörk og var ekki fjarri því þriðja. Hann átti líka góðar sendingar úti á vellinum. Mörkin voru mörk markaskorara. Annað með hnéinu og hitt skalli úr færi sem sýnir hvað orðatiltækið réttur maður á réttum stað þýðir.
Rafael Benítez sagði varnarmistök Liverpool hafa ráðið úrslitum. "Við máttum gjalda fyrir slæm mistök. Það er ekki hægt að ætlast til að vinna leik í keppni sem þessari ef menn gera svona mistök. Mér fannst alltaf að þetta yrði erfiður leikur fyrir leikmennina. Þeir vissu fyrir leikinn að sigurinn í riðlinum var í höfn og verkinu var lokið. Við þær aðstæður var erfiðara að ná endurkomu eins og hægt væri ef um bikarúrslitaleik væri að ræða."
Lokastaðan í C riðli:
1. Liverpool 6. 4. 1. 1. 11:5. 13.
2. PSV 6. 3. 1. 2. 6:6. 10.
3. Bordeaux 6. 2. 1. 3. 6:7. 7.
4. Galatasaray 6. 1. 1. 4. 7:12. 4.
Liverpool er sigurvegari riðilsins og fer áfram í 16 liða úrslit með PSV Eindhoven. Bordeaux fær sæti í Evrópukeppni félagsliða en þátttöku Galatasaray í Evrópukeppni er lokið á þessari leiktíð.
UEFA Champions League : Group D Table
05 December 2006
P W D L F A GD PTS
1 Valencia 6 4 1 1 12 6 6 13
2 Roma 6 3 1 2 8 4 4 10
3 Shakhtar Donetsk 6 1 3 2 6 11 -5 6
4 Olympiacos 6 0 3 3 6 11 -5 3
UEFA Champions League : Group E Table
27 November 2006
P W D L F A GD PTS
1 Lyon 5 4 1 0 11 2 9 13
2 Real Madrid 5 3 1 1 12 6 6 10
3 Steaua Bucuresti 5 1 1 3 6 10 -4 4
4 Dynamo Kiev 5 0 1 4 3 14 -11 1
UEFA Champions League : Group F Table
27 November 2006
P W D L F A GD PTS
1 Celtic 5 3 0 2 7 6 1 9
2 Man Utd 5 3 0 2 7 4 3 9
3 Benfica 5 2 1 2 6 5 1 7
4 FC Copenhagen 5 1 1 3 2 7 -5 4
UEFA Champions League : Group G Table
22 November 2006
P W D L F A GD PTS
1 Arsenal 5 3 1 1 7 3 4 10
2 FC Porto 5 3 1 1 9 4 5 10
3 CSKA Moscow 5 2 2 1 2 2 0 8
4 Hamburg 5 0 0 5 4 13 -9 0
UEFA Champions League : Group H Table
27 November 2006
P W D L F A GD PTS
1 AC Milan 5 3 1 1 8 2 6 10
2 AEK Athens 5 2 1 2 4 7 -3 7
3 Lille 5 1 3 1 6 5 1 6
4 Anderlecht 5 0 3 2 5 9 -4 3
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni