Danny Guthrie skoraði gegn Blackburn
Varalið Liverpool og Blackburn gerðu 1-1 jafntefli í gærkvöldi þar sem Danny Guthrie skoraði glæsilegt mark. Gary Ablett dáðist að framgöngu þessa efnilega pilts.
Þetta var fyrsti leikur varaliðsins í deildinni síðan liðið vann Wigan 2-0 þann 1. nóvember. Frá þeim leik hefur liðið aðeins leikið æfingaleiki.
Liverpool lenti undir á 3. mínútu þegar Godwin Antwi skoraði sjálfsmark. Aukaspyrna af kantinum kom fyrir markið og Godwin stökk upp í boltann ásamt leikmanni Blackburn og fór boltinn af höfði hans yfir David Martin í markinu.
Tveimur mínútum fyrir hálfleik var komið að þætti Danny Guthrie. Hann tók við boltanum á miðjunni, átti gott þríhyrningsspil við Adam Hamill, sendi síðan boltann út á kantinn á Nabil El Zhar og brunaði inn í teiginn. El Zhar sendi boltann inn í teiginn þar sem Guthrie kom á fleygiferð og þrumaði boltanum viðstöðulaust með vinstri fæti í netið. Þetta var glæsilegt mark og átti Danny sannkallaðan stjörnuleik. Danny Guthrie var í byrjunarliði aðalliðs Liverpool í fyrsta skipti gegn Galatasaray í Meistaradeildinni og öllum er ljóst að þarna er ákveðinn drengur á ferð.
Gary Ablett þjálfari varaliðsins hrósaði Danny Guthrie í hástert: "Maður á varla eftir að sjá betra spil leiða til marks eins og Danny skoraði. Við erum ánægðir með Danny og hann hefur fengið tækifæri með aðalliðinu á tímabilinu. Hann á það skilið því hann leggur hart að sér og er fyrirliði okkar. Hann er góður leikmaður og við verðum að láta spilið fara meira í gegnum hann því hann lætur hlutina gerast."
Liverpool: Martin, Smith, Threlfall, Roque, Antwi, Guthrie, Hammill, Anderson, Idrizaj, Lindfield og El Zhar. Ónotaðir varamenn: Roberts, Darby, Flynn, Spearing og Burns.
Maður leiksins samkvæmt Liverpoolfc.tv: Danny Guthrie. Skoraði frábært mark og gerði sitt besta til að hvetja félaga sína til dáða.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni