Verðum að halda okkar striki
Luis Garcia hvetur liðsfélaga sína til þess að halda áfram á sigurbraut því mikilvægir leikir eru framundan í deildinni svo ekki sé minnst á mikið leikjaálag sem fylgir jólavertíðinni.
Liverpool náði fjórða sæti deildarinnar í fyrsta skipti á leiktíðinni eftir 4-0 sigur á Fulham síðastliðinn laugardag og hafa því skorað 8 mörk í síðustu tveimur deildarleikjum. Auk þess hefur liðið ekki fengið á sig mark í síðustu 5 leikjum í deildinni.
Næstu tveir leikir eru gegn botnliðunum Charlton, á The Valley næsta laugardag, og Watford, á Anfield á Þorláksmessu, en inn á milli þessara leikja er leikið gegn Arsenal í deildarbikarnum þann 19.
Garcia segir að liðið verði að halda áfram að sýna enga miskunn gegn mótherjum sínum því erfiðir útileikir gegn Blackburn og Tottenham bíða í jóladagskránni auk þess sem Bolton heimsækja Anfield á nýju ári.
,,Enginn leikur er auðveldur hvort sem hann er heima eða úti. Við vitum hvað við þurfum að gera og hver einasti leikur er mikilvægur fyrir okkur. Við héldum héldum enn og aftur hreinu á heimavelli og skoruðum mörk og nú verðum við að gera það sama á útivöllum. Við stóðum okkur vel á laugardaginn, þetta var erfitt fram að fyrsta markinu en við héldum ró okkar og náðum að skora mörk."
,,Stigataflan lítur betur út fyrir okkur núna. Hún lítur allavega betur út núna en fyrir nokkrum mánuðum síðan og nú verðum við að halda áfram. Sálfræðilega séð er mikilvægt fyrir okkur að vera komnir í topp fjögur þó það sé stundum gott að horfa ekki of mikið á töfluna."
Garcia hefur ekki enn náð að spila heilar 90 mínútur síðan hann jafnaði sig af meiðslum sem héldu honum frá keppni í þrjár vikur. ,,Mér finnst ég ekki enn vera orðinn 100% klár," bætti Garcia við. ,,Ég skoraði mark og allir voru ánægðir en fimm mínútum áður mátti heyra að andvörp úr áhorfendastúkunum útaf tilburðum mínum. Svona er minn leikur og ég reyni alltaf að gleðja áhorfendur og gera mitt besta."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni